Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Ók ég út í tunglsljósi.....
Mánudagur, 24. desember 2007
Ég tók upp á því að bregða undir mig betri fætinum ásamt syni mínum og við ókum austur í sveit í kvöld til að halda aðfangadag jóla hátíðlegan í sveitinni.
Suðurlandið var bókstaflega baðað í tunglsljósi og það lá við að maður þyrfti að setja upp sérsök gleraugu við akstur en ljóst var að ljósa var ekki þörf því tunglið lýsti veginn fullkomlega.
Hinn raflýsti Seljalandsfoss var eins og " abstrakt " málverk í öllu tunglsljósinu, ellegar klipptur út úr ævintýramynd.
Jökulinn minn er hvítu hulinn og jólalegur blessaður en allt hefur sinn sjarma , sumar og vetur.
kv.gmaria.
Jólatungl í fyllingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jólakveðja til vina og ættingja um land allt.
Sunnudagur, 23. desember 2007
Elsku hjartans vinir, og ættingjar, vinir og frændfólk um land allt, samstarfsmenn innan flokks og utan, og mínir bloggvinir hér á blogginu, megið þið eiga
Gleðileg jól, gott og gæfuríkt komandi ár.
með kærri þökk fyrir það ár sem er að líða.
kv.gmaria.
Sjónræn áhrif raflýsingar bla bla bla..... umhverfismat ekki umhverfismat !
Laugardagur, 22. desember 2007
Það er ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismunandi , eins og ég hefi áður látið getið.
Kostnaði á kostnaði ofan er eytt í skriflegar matsgerðir og deilur um hver skuli fá að hafa mat á málinu varðandi " sjónræna mengun raflýsingar " á Þrenslavegi sem að virðist aftur tefur framkvæmd mála.
Verður ekki næst vangavelta, hvort viðkomandi vegfarendur séu með gleraugu eða ekki ?
kv.gmaria.
Lýsing Þrengslavegar þarf ekki í umhverfismat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vel að verki staðið og viðkomandi óska ég til hamingju.
Laugardagur, 22. desember 2007
Hverjum og einum einustu árangursríkum aðgerðum lögreglu við það að uppræta smygl fíkniefna til landsins mun ég fagna vitandi vits um það hve mjög neysla slíkra efna getur orsakað sem kostnaður samfelags manna.
Að öllum líkindum er jólabókin í ár bók Ragnhildar Sverrisdóttur, Aðgerð Pólstjarna sem fyrir mína parta er ein fárra áhugaverðra bóka úr nútíma þeim sem við lifum og hrærumst í.
kv.gmaria.
Rannsókn á fíkniefnamáli lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
" Stærðartengdar brottkastmælingar " Hafrannsóknunarstofnunar.
Laugardagur, 22. desember 2007
Þegar Hafrannsóknarstofnun hefur ekki tekist i tæp tuttugu ár að að stuðla að vexti og viðhaldi verðmesta fiskjarins, þorsksins, og þarf að skera niður eftir allan þann tíma, HVERNIG , ég spyr hvernig GETA menn þá mælt " stærðartengt brottkast " fiskjar allt í einu núna ?
Eitt ár, halelúja !
Raunin er sú að við tilkomu kvótakerfis í sjávarútvegi upphófst brottkast fiskjar, og gífurleg verðmætasóun þar að lútandi.
Persónulega hefi ég frá árinu 2003 rætt við það marga sjómenn á Íslandsmiðum sem öllum ber saman um hið sama, gífurlegt brottkast fiskjar um tíma, allt þar til núverandi varaformaður Frjálslynda flokksins, þá fréttamaður á Rikissjónvarpinu myndaði brottkastið, sem sjómenn neyddust til að taka þátt í ólagaumhverfi stjórnkerfis fiskveiða hér við land.
Skipuð var nefnd til að skoða brottkastið og í kjölfarið var sett reglugerð þar sem mönnum var leyft að koma með 5 % meðafla að landi, með það að markmiði að draga úr brottkastinu.
Mér er það enn óskiljanlegt að Hafrannsóknarstofnun skuli virkilega ekki hafa gert athugasemd við lögin um stjórn fiskveiða upphaflega, þar sem mönnum er gert að koma með fisk að landi samkvæmt sentimetratali að viðurlögðum stórkostlegum sektum og veiðileyfissviptingu fyrir 1 cm umfram.
Hver einn einasta heilvita maður sem migið hefur í saltan sjó gat sagt sér að þetta var óframkvæmanlegt einfaldlega.
Brottkastið var stórkostlegt um tima, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.
kv.gmaria.
Trú, von og kærleikur.
Föstudagur, 21. desember 2007
Fyrir mig er trúin lífsmeðal, og bænin gefur mér von, og vonin bjartsýni og væntingar um hið góða, hversu erfið verkefni svo sem lífið annars kann að færa í fang.
Bjartsýni gerir fólk glaðlyndara og og verður þess valdandi að maður sjálfur er þess alla jafna, umkominn að auðsýna samferðamönnum kærleika og virðingu.
Kærleikurinn og virðingin eru forsenda allra mannlegra samskipta frá frumbernsku til æviloka.
Eins og mennirnir eru margir munu þeir ætíð finna leiðir til þess að auðsýna kærleika sín á milli, með gjöfum og samveru á fæðingarhátíð frelsarans og þess að minnast þeirra sem kvatt hafa þetta jarðlíf úr fjölskyldum okkar.
Friður jólanna er yndislegur friður, í amstri nútímans.
kv.gmaria.
Vitund um siðgæði í einu samfélagi, frelsi eða frumskógarlögmál !
Fimmtudagur, 20. desember 2007
Innan marka frelsisins fá menn notið þess, frelsi er ekkert frelsi ef þess finnast ekki mörk. Þau hin sömu mörk þurfa að vera skýr í einu samfélagi og virka saman i gangverki eins þjóðfélags.
Það er ekki nóg að setja lög á lög ofan á hinu háa Alþingi svo ekki sé minnst á reglugerðir því til viðbótar ef reglugerðasmíðin og lagabreytingar orsaka stórkostlegan kostnað framkvæmdavaldsins í sífellu við slíkt, þannig að menn henda vart reiður á hvaða lög eða reglur gilda.
Svo mikið magn reglugerðaflóðs er nú þegar í gildi að það væri að æra óstöðugan að ætla að hið opinbera sjálft muni ná því að hafa yfirsýn yfir framkvæmdina í heild að ég tel.
Með öðrum orðum yfirsýn stórnmálamanna á hinu háa Alþingi gagnvart framkvæmdavaldinu og eftirlitsstofnunum hins opinbera er of lítil í raun enda eftirlitsstofnanir yfirleitt illa í stakk búnar til þess að inna af hendi nauðsynlegt eftirlitshlutverk i nútíma samfélagi.
Samkeppnisstofnun , Fjármálaeftirlit,, Fiskistofa,, Barnaverndarstofa, Lyfjastofnun, Umboðsmaður neytenda, og áfram mætti telja misvirkar stofnanir í eftirlitshlutverki á vegum hins opinbera, sem skattgreiðendur greiða fyrir með sköttum en fá sjaldan að sjá yfirlit yfir hver árangur er af störfum árangurslega séð , þrátt fyrir útlagðan kostnað ár hvert.
Skatthlutfall á þegna landsins er hátt í formi alls konar gjaldtöku af því að lifa í einu þjóðfélagi og tími til kominn að menn fari að forgangsraða verkefnum með það að markmiði að minnka umsvif hins opinbera kostnaðarlega að þvi undanskildu að verja fé til grunnþjónustuverkefna á sviði heilbrigðis og mennta og samgangna sem skyldi svo hin lagalega skylda hins opinbera gagnvart grunnþjónustuþættinum sé í lagi.
Eftir höfðinu dansa limirnir.
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur í útrás með eigur almennings.
Miðvikudagur, 19. desember 2007
Alþingi hefur ekki fengið að fjalla um þá ákvörðun Landsvírkjunar að stofna fyrirtæki í útrás, mér best vitanlega, því eru núverandi stjórnarflokkar ríkisstjórnar sem situr í landinu ábyrgir fyrir þeirri ákvarðanatöku sem á sér stað í eigin fyrirtæki Landsvirkjun.
Landsvirkun hefur að mínum skilningi ekki lagaheimildir til slíkra ákvarðana án aðkomu Alþingis að málinu, bara EKKI.
Sú er þetta ritar hefur áður viðrað þá skoðun sína að REI dæmið hafi verið með vilja og vitund beggja sitjandi ríkisstjórnarflokka en forystumaður annars flokksins í borginni lenti óvart í því að verða blóraböggull og sá hinn sami missti valdatauma í kjölfarið vegna andstöðu almennings við framkvæmdaferlil þann hinn sama.
Gerist hið sama með ríkistjórnarflokka þessa lands ?
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samkvæmt lögum BER að gefa stefnuljós í umferðinni.
Miðvikudagur, 19. desember 2007
Ég legg til að menn verði sektaðir ef þeir gefa ekki stefnuljós til dæmis út úr hringtorgum.
Það er gjörsamlega óþolandi fyrirbæri að aka um stræti og torg þar sem allir eiga að hafa tekið ökupróf með vitnesku þar að lútandi að nota stefnuljós bifreiða með ákveðnum hætti, en ljós þessi eru sannprófuð í lagi á bifreiðum við ástandsskoðun ökutækja lögum samkvæmt.
Ég tel að hærri sektir skyldu liggja við þvi athæfi að gleyma að gefa stefnuljós í umferð heldur en því að kasta af sér vatni á almannafæri þótt sjálfsagt sé að taka á því síðarnefnda.
Þeir sem ekki nota stefnuljós búa við atferlisvanhæfni í siðaðra manna samfélagi.
kv.gmaria.
Ég gæti sagt svo margt og mikið......
Miðvikudagur, 19. desember 2007
Ég gæti sagt svo margt og mikið,
mælt í hljóði, hafið raust.
Þótt í burtu þyrlist rykið,
það kemur aftur endalaust.
Þá er að hamra, aftur , aftur,
enn á ný, að hækka róm.
Með von um það að komi kraftur,
kanski með sinn leyndardóm.
kv.gmaria.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)