Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Almannaþjónustu þar með talið lögreglu þarf að reka með þeim kostnaði sem þarf.
Laugardagur, 29. desember 2007
Því miður eru ekki mörg ár síðan að lögreglumenn ræddu um sín lélegu laun við störf þessi og sú sorglega þróun að vinna við þjónustu hins opinbera er almennt illa launuð, sem er sitjandi stjórnvöldum á hverjum tíma að kenna. Ráðdeild og aðhald er gott og sjálfsagt á öllum tímum, en nauðsynlegt fé í hvern málaflokk, dómsmál sem önnur þarf að vera fyrir hendi á fjárlögum ár hvert.
Sú stórfurðulega tíska hefur því miður skapast innan opinbera geirans að spara þannig í starfsmannahaldi að aukið vinnuálag per mann innihaldi þann hinn sama sparnað.
Slíkur sparnaður étur sjálfan sig upp og gamla máltækið " að spara aurinn en kasta krónunni " á vel við það atriði.
Það er og hlýtur að verða lágmarkskrafa skattgreiðenda í landinu að lögboðin almannaþjónusta sé innt af hendi sem skyldi, hvarvetna samkvæmt laganna hljóðan.
Af lögreglu hef ég ekkert nema gott að segja og undanfarið ár og árin á undan hefur lögreglan verið mitt haldreipi í erfiðri baráttu með barn í fíkniefnum, og þar hefi ég mætt þvi að þeir hinir sömu takast á við að brúa bil þar sem enginn deild eða meðferð gerir þótt viðkomandi sé skilgreindur með sjúkdóm og ætti að geta leitað ásjár sem slíkur.
Það kostar peninga fyrir þann málaflokk.
kv.gmaria.
Meira fjármagn þarf til löggæslumála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað þarf að gera í heilbrigðismálum þjóðarinnar ?
Föstudagur, 28. desember 2007
Grunnþjónusta við heilbrigði, öðru nafni heilsugæsla þarf að vera aðgengileg fyrir almenning í landinu án kostnaðarþáttöku, að verulegu leyti, þ.e. tími hjá lækni skyldi ekki kosta neitt , öðru máli gegnir um rannsóknir.
Slík þjónusta á EKKI að þurfa að vera bið á bið ofan og óviðunandi að fólk þurfi að leita á aukavaktir´síðari hluta dags til að greiða hærra gjald í þjónustu sem þessa, vegna þess að ekki eru nógu margir læknar að störfum ellegar fólk kemst ekki úr vinnu.
Bráðasjúkrahús þurfa hvoru tveggja að hafa nægilegt fjármagn til að sinna verkefnum sem og aðbúnað allan í lagi, þar með talið húsakost og tækjabúnað ásamt nægilegum mannafla að störfum á grundvelli faglegra skilgreininga þar að lútandi.
Sérfræðilækningar utan heilsugæslu og bráðasjúkrahúsa eru verkefni sem hið opinbera ætti að bjóða út á hverju ári í stað þess aldagamla skipulags sem enn er við lýði, og þýðir litið eftirlit með skattfé hins opinbera eins og dæmi sanna.
kv.gmaria.
Sorgardagur í sögu lýðræðis.
Föstudagur, 28. desember 2007
Mig setti nær hljóða að heyra að Benazir Bhutto hefði verið ráðin af dögum. Hörmulegt alveg hreint hörmulegt og hlýtur að kalla á fordæmingu alþjóðasamfélagsins.
Samvinna þjóða heims til að vinna gegn hryðjuverkaöflum hvarvetna í veröld vorri er nauðsyn, og allra ráða skyldi leitað í því efni.
Ég votta Pakistönsku þjóðinni mína dýpstu samúð.
kv.gmaria.
Baráttan fyrir breytingum á skattkerfinu, snýst um almenna velferð ellegar aukna misskiptingu.
Fimmtudagur, 27. desember 2007
Það á að " gjalda keisaranum það sem keisarans er " en HVAÐ er keisarans ? Það atriði að hér á landi skulu skattaka hefjast af slíkri láglaunaupphæð að ekki dugir áður til framfærslu er hneisa og skömm sitjandi stjórnvalda , nú sem áður.
Frysting skattleysismarka á sínum tíma var álíka aðgerð út úr kú og lögleiðing framsals aflaheimilda millum útgerðarmanna.
Að mínu viti hélst þetta tvennt því miður í hendur því hinn nýstofnaði hlutabréfamarkaður sem útgerðarfyrirtæki skráðu sig á í fyrstu, var eftir að lífeyrissjóðir landsmanna höfðu þá fjárfest í fyrirtækjunum á þeim hinum mikla markaðsdansleik sem þar upphófst.
Bókhaldslagaumhverfið og reglur gerðu það að verkum að útgerðarfyritækin gátu keypt upp tap í hrönnum og verið skattlaus að mig minnir áratug að kom fram einhvern tímannn í Morgunblaðinu.
Hver átti að standa undir velferðarþjóðfélaginu nema litli maðurinn líkt og fyrri daginn og góð ráð dýr og skattleysismörk fryst því miður með vitund verkalýðshreyfingar þá undir formerkjum samkrulls og sáttar allra handa, án aðkomu launþegans sem einnig hafði innt af hendi greiðslur í lifeyrissjóðina en kemur hvergi í nærumhverfi ákvarðanatöku fjárfestinga þar á bæ.
Allir landsmenn voru þáttakendur í því að borga ofurskatta ásamt fjárfestingum í útgerð gegnum sjóði lífeyris en sjóðir þessir hurfu hins vegar frá sem fjárfestar og útgerðarfyrirtækin hurfu einnig af markaði.
kv.gmaria.
Auðvitað kom ekki fram í fréttinni hverjir stæðu að viðkomandi vef, en hér er það.
Fimmtudagur, 27. desember 2007
Það er fínt að auglýsa sig gegnum svona áskoranir en það er sjalfsagt að það komi fram í fréttinni hverjir þar eru á ferð að mér finnst. Ég fór og leitaði mér upplýsinga um það hið sama og set þær hér meðferðis.
"
Starfsmenn Náttúrunnar er ehf.
Einar Bergmundur Arnbjörnsson tækniþróunarstjóri, CV - einar@nature.is - gsm: 892 5657
Guðrún Arndís Tryggvadóttir framkvæmdastjóri, CV - gunna@nature.is - gsm: 863 5490
Að þróun vefsins komu m.a. eftirtaldir starfsmenn og sérfræðingar:
Áslaug Friðriksdóttir, sálfræðingur og vefviðmótssérfræðingur
Ástríður Sigurðardóttir, matvælafræðingur
Birna Helgadóttir, líffræðingur- og umhverfisstjórnunarfræðingur
Bjarnheiður Jóhannsdóttir, frumkvöðlaráðgjafi
Einar Bergmundur Arnbjörnsson, tækniþróunarstjóri
Einar Einarsson, vélaverkfræðingur
Finnur Sveinsson, viðskipta- og umhverfisfræðingur
Guðrún A. Tryggvadóttir, viðmóts- og auglýsingahönnuður, verkefnis-, markaðs- og fjármálastjóri.
Hildur Hákonardóttir, myndlistarmaður og textahöfundur
Hulda Steingrímsdóttir líffræðingur og umhverfisstjórnunarfræðingur
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, jarðfræðingur og umhverfisfræðingur
Móna Róbertsdóttir Becker, gagnavinnsla og greinarhöfundur
Páll Kr. Pálsson, hagverkfræðingur
Signý Kolbeinsdóttir, vöruhönnuður
Sævar Kristinsson, netráðgjafi
Vala Smáradóttir, gagnavinnsla og greinarhöfundur
Þorbjörn Stefánsson, rekstrarfræðingur, ráðgjafi í verslun
o.fl.
Skorað á björgunarsveitirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Baráttan fyrir breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu, snýst um atvinnu á landsbyggðinni og þjóðarhagsmuni í heild.
Fimmtudagur, 27. desember 2007
Það ER hagur landsmanna allra að byggja landið allt, það sér hver borgarbúi sem ekki kemst milli borgarhluta vegna þess að ekki hefur tekist að byggja samgöngur á höfuðborgarsvæði í samræmi við fólksfjölda á svæðinu.
Núverandi stjórnkerfii fiskveiða er meingallað kerfi og varð að hreinni þjóðfélagssóun við lögleiðingu framsals millum útgerðarmanna.
Það var fyrirfram vitað mál en menn hlustuðu ekki og hafa barið hausnum við steinninn og gera enn alveg sama þótt meintir jafnaðarmenn hafi komið til ríkisstjórnarsamstarfs.
Kerfið sjálft, rannsóknir, aðferðafræðin, eftirlitsapparat og reglugerðaflóð, skipastólll og skipulag í heild þarfnast eins stykkis " operation " á íslensku uppskurðar.
sem fyrst.
kv.gmaria.
Kvenréttindabarátta snýst um mannsæmandi laun kvenna á vinnumarkaði.
Fimmtudagur, 27. desember 2007
Það er með ólíkindum hve illa hefur gengið að þoka til þeim annars sjálfsögðu réttindum kvenna á vinnumarkaði að störf þeirra hinna sömu séu virt að raunvirði í einu þjóðfélagi.
Alls konar blaður um kvenkyns jólasveina kemur ekki til með að breyta nokkrum sköpuðum hlut í þessu sambandi, heldur samningar um kaup og kjör þar að lútandi.
Sama máli tel ég reyndar gegna um kynjarannsóknir og umræðufundi , ráðstefnur og alls konar blaður hér og þar sem engu skilar konum í reynd hvað varðar laun á vinnumarkaði að raunvirði.
Konur munu aldrei inna af hendi öll þau störf sem karlar sinna, né heldur munu karlar ekki sinna öllum þeim störfum sem konur nú inna af hendi.
Það er gagnkvæm virðing sem þarf að koma til , virðing sem birtist í verðmati á störfum almennt hvað varðar þjóðfélgslegt gildi þeirra hinna sömu og nauðsyn til lengri tíma litið og frá kynslóð til kynslóðar.
Rifrildi og deilur millum kynja um hlutverk og ímyndir opinberlega er eitthvað sem engu skilar í raun en samvinna gæti hins vegar gert það.
kv.gmaria.
Jólasveinar einn og átta ofan komu Fjöllunum.
Miðvikudagur, 26. desember 2007
Ég fékk Framsóknarmann í jólagjöf núna, en þar áður.....
Miðvikudagur, 26. desember 2007
Réttara sagt ég fékk bókina Guðna í jólagjöf núna , en þar áður Lífsmelódí Árna Johnsen og Sverrir, Hermannsson jólin áður.
Góð blanda ekki hvað síst í samhengi.
Það er því af sem áður var og segir í kvæðinu að " hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna " því ég get ekki kvartað yfir því að fá ekki bækur í jólagjöf sem tengjast pólitíska sviðinu en áður var það ég sem gaf föður mínum slíkar bækur í jólagjöf og fékk siðan lánaðar og las.
kv.gmaria.
Hafnfirðingar með stærsta snjókarlinn, hvað með nágrannasveitarfélögin ?
Miðvikudagur, 26. desember 2007
Get nú ekki á mér setið að reyna að koma af stað smá keppni í snjókarlagerð á höfuðborgarsvæðinu en hér er efniviður núna að sjá má. Fyrsti snjórinn sem heitið getur.
Get hins vegar ekki sagt að ég hafi verið mjög ánægð með þæfingin á þjóðvegi eitt í Holtunum því þar var blindbylur um tíma og hundleiðinlegt að keyra um. Fljúgandi hálka á flestum stöðum en yfir Hellisheiði var ekki að sjá að hefði bætt í snjó mjög mikið frá því á Þorláksmessu.
kv.gmaria.
Risasnjókall í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |