Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Rafmagnsleysi geysilegt viðbrigði í nútímanum.
Mánudagur, 31. desember 2007
Í mínum uppvexti austur undir Eyjafjöllum hvessti alla jafna á vetrum og viðtekin venja að rafmagn datt út við hið sama. Sökum þess var til gaseldavél á bænum sem tengd var við gaskút stórfín eldavél á þess tíma mælikvarða, meira að segja með bakarofni.
Rafmagnsleysinu fylgdi hins vegar ætíð einhver andaktug ró, eftir á að hyggja. Fjölskyldan var öll samankomin við kertaljósið og lítið annað að gera en að tala saman og íhuga tíma og stað.
Eigi að síður fannst manni það oft sérkennilegt eftir að helstu raforkuvirkjanir höfðu þá nýlega risið á hálendi Suðurlands að rafmagnsleysi á vetrum væri raunin en sú var staðan á öllum bæjum utan einum sem hafði virkjað bæjarlækinn til raforkuframleiðslu á sínum tíma.
kv.gmaria.
Rafmagn komið á að nýju á Egilsstöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Áramótin eru dulúðugur tími, uppgjörs og íhugunar.
Mánudagur, 31. desember 2007
Ég hef alltaf trúað á álfa og huldufólk sem hluta af okkar tilveru og hef ljósin kveikt á nýársnótt, svo komi þeir sem koma vilja og farið þeir sem fara vilja. Sjálf hefi ég ekki orðið vitni að einhverju en móðir mín heitin sagði mér sögu af slíkri upplifan.
Hún sem ung kona var á ferð úti í náttúrunni og varð þess vör að hún var ekki lengur með hálsnisti sem hún hafði haft.
Hún staldraði við og gekk um og leitaði nistisins.
Hún beygði sig niður til að leita að nistinu við stein einn og heyrði þá allt í einu söng i steininum, undurfagran söng og varð mjög undrandi við.
Nistið fann hún ekki.
Æ síðan sagði hún þessa sögu, til mín sem barns og fram eftir aldri, því þessi hennar upplifan var með því móti að ríka þörf hafði hún til frásagnar.
Sagan er því með mér áfram eðli máls samkvæmt.
kv.gmaria.
Byggð í Vatnsmýri í Reykjavík ?????
Mánudagur, 31. desember 2007
Ef þetta veðurfar sem kom við hjá okkur í dag mun verða viðvarandi næstu ár og áratugi hér á landi, hverju eigum við þá von á ?
Væri ekki ráð að huga að mannabyggð hærra en verið hefur í kortum til þessa, eða vilja menn bara taka svona ástandi, þ.e, vatnsflóðum sem sjálfsögðum hlut ?
Mannabyggð í mýri sem farið getur á kaf í flóðum er það fyrirhyggja eða hvað ?
kv.gmaria.
Við áramót.
Mánudagur, 31. desember 2007
Fyrir nákvæmlega ári síðan var ekki hægt að ræða lognmollu í mínum flokki Frjálslynda flokknum, þvert á móti var sigling framundan þá í Landsþing og síðan kosningar, sigling í ólgusjó að hluta til, sigling sem náði landi og flokkurinn hélt sínum fjórum mönnum á þingi sem sá hinn sami fékk kjörna 2003, aftur nú árið 2007.
Fyrir mig persónulega var það mikill sigur þeirra sjónarmiða sem ég stend fyrir í mínum flokki.
Ég fagna nú sem fyrr því góða fólki sem gengið hefur til liðs við Frjálslynda flokkinn með það að markmiði að efla hann og byggja upp sem afl í stjórnmálum hér á landi.
Við áramót vil ég þakka öllum mínum samstarfsmönnum á stjórnmálasviðinu kærlega fyrir hið góða samstarf á árinu sem er að líða og óska þeim velfarnaðar á nýju ári.
kv.gmaria.
Stjórnarandstaða Samfylkingar áður en hún settist í ríkisstjórn.
Sunnudagur, 30. desember 2007
Var Samfylkingin að vinna sig inn í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn með skoðanaleysi í umdeildum málum í þjóðfélaginu kjörtímabilið áður ?
Nægir þar að nefna kvótakerfi sjávarútvegs en nær algjört skoðanaleysi ríkti af hálfu þess flokks um það mál þótt málið sjálft hefði með að gera þjóðfélag í heild.
Persónuupphrópanir og eins konar fýlubombupólitik er það sem mér fannst einkenna gagnrýni þess flokks kjörtímabilið fyrir þáttöku í ríkisstjórn, þar sem DAVÍÐ var það eina sýnilega sem og BJÖRN, halelúja amen . Án gagnrýni á málefnin sjálf svo ekki sé minnst á úrlausnir í farteskinu.
Ungir jafnaðarmenn eru arfavitlausir yfir ráðningu sonar DAVÍÐS nú um stundir , sem pólítískri spillingu en sá hinn sami er þó horfinn þ.e. Davíð , af stjórnmálasviðinu í Seðlabankann.
Lukkutröll Samfylkingar háttvirtur iðnaðaráðherra bloggar undir rós og reynir að gagnrýna og taka undir til skiptis eins og honum er einum lagið til að samjafna fyrrum ómálefnalega stjórnarandstöðu flokksins og þáttöku í ríkisstjórn.
Stórfyndið vægast sagt.
kv.gmaria.
" Fátt er svo með öllu, illt.... " !
Sunnudagur, 30. desember 2007
Leiðindaveður hefur gert það að verkum að menn hafa ekki getað verið að dúlla sér við það að skjóta upp rakettum fram á nótt, eins og oft hefur verið á þessum tíma árs.
Einstaka þrjóskupúki virðist samt ekki hafa náð að vega og meta veður og flugelda puðraði draslinu upp til þess eins að springa með hvelli, án ljósatilburða sem heitið getur.
Ef til vill þyrfti að leyfa Íslendingum að skjóta upp rakettum á Sprengidaginn, einnig í stað saltkjötsáts !
kv.gmaria.
Mjög hvasst undir Hafnarfjalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Niðurfelling komugjalda, fyrir börn, góð ákvörðun sem ber að fagna.
Sunnudagur, 30. desember 2007
Heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt að komugjöld barna til 18 ára aldurs falli niður um áramót, í heilsugæslu og sjúkrastofnanir aðrar einnig ef ég tók rétt eftir. Vissulega fagnaðarefni því þetta vegur hluta hjá barnafólki með mikla leitan í heilbrigðisþjónustuna.
Sá böggull fylgir hins vegar að hækka á gjöld á fullorðna, sem ég vildi sjá standa í stað og lækka frekar en hitt.
Eigi að síður er þetta jákvætt skref hjá ráðherra heilbrigðismála.
kv.gmaria.
Góði hirðirinn og lífsgæðakapphlaupið.
Laugardagur, 29. desember 2007
Fé án fjárhirðis er lítils virði og ef svo er komið að ætlast er til þess að féð hirði sig sjálft þá HVAÐ ? Það skyldi þó aldrei vera að maðurinn sjálfur hefði hér á landi verið þess umkominn að finna upp slíkt markaðskerfi ?
Meira og minna hefur sú þróun verið fyrir hendi hér á landi að hægri höndin virðist lítt vita hvað sú vinstri gjörir þegar kemur að eftirlitshlutverki hins opinbera með eigin starfssemi sem fer fram fyrir skattfé landsmanna, þ.e. þeim digru sjóðum nota bene, því skattaka á einstaklinga er mikil hér á landi svo mikil að vinnuletjandi er fyrir hluta fólks á vinnumarkaði svo jaðrar við þrælahald.
Á sama tíma er landið opið fyrir nær óheftum innflutningi vinnuafls erlendis frá samkvæmt skuldbindingum stjórnvalda hér á landi við stjórnvölinn, hvað skyldi það þýða í raun í framkvæmd sinni ?
Ef til vill aukinn fjölda innflytjenda án þess að stjórnvöld svo mikið kosti krónu eða eyri til aðlögunar fólksins í landinu á vinnumarkaði og í samfélagsþáttöku ?
Hvaða nafni skal nefna þá stefnu eða stefnuleysi sem viðvarandi hefur verið við lýði ?
Hagsæld hverra, hvar og hvernig ?
kv.gmaria.
Baráttan fyrir byggðunum, snýst um atvinnu.
Laugardagur, 29. desember 2007
Núverandi kerfi atvinnuvega í sjávarútvegi og landbúnaði eru bæði meingölluð kerfi hvað varðar það atriði að kerfisskipulagið sjálft nær útrýmir nýlíðun hvers konar, likt og menn óski eftir því a gera Ísland að borgríki í Reykjavík.
Sama stefna stjórnvalda í landinu undir stjórn Sjálfstæðisflokksins , Framsóknarflokks áður og nú Samfylkingar hefur verið við lýði í áratugi án umbreytinga sem heitið getur þar sem endurskoðunarleysi og stöðnun ríkir með tilliti til framtíðar.
Kvótakerfið núverandi þýddi fyrirfram sjáanlega svo og svo mikla fækkun starfa í sjávarútvegi þar sem örfáir handhafar fiskveiðiheimilda sátu einir að gróða þeim sem upp úr sjó mætti sækja hér á landi.
Ósköp álíka aðferðafræði var við lýði við festingu mjólkurkvóta á bú, þar sem allt var einnig miðað við nógu stórar einingar án áhorfs á færri smærri samhliða sem hluta af því að byggja landið til framtíðar og nota og nýta með mannauði að störfum í sveitum lands.
Ákvarðanir á sínum tíma þess efnis að borga bændum til að hætta var hámark heimskunnar í samstarfi við Bændasamtökin að sjálfsögðu þar sem fulltrúar stærstu framleiðsluaðia hafa tögl og hagldir líkt og í útgerðarsysteminu í krafti stærðar sinnar fjárhagslega.
Timi er til kominn að menn taki til við að endurskoða þessi kerfi með tilliti til byggðar i landinu og eðlilegum möguleikum á skiptingu atvinnutækifæra millum landsmanna í fyrrum aðalatvinnugreinum þjóðarinnar.
kv.gmaria.
Ringulreið og skipulagsleysi í meðferðarúrræðum hins opinbera gagnvart fíkniefnavandamálinu.
Laugardagur, 29. desember 2007
Skortur á samhæfingu aðila allra er starfa að málum, skortur á fjármagni í málaflokkinn, sem tekur yfir tvö til þrjú ráðuneyti, biðlistar á biðlista ofan í bráðnauðsynlega þjónustu , skortur á lokuðum meðferðaúrræðum til handa barnaverndaryfiröldum og foreldrum barna i neyslu.
Allt er þetta til þess fallið að verða til þess að mál einstaklinga í samfélagi voru kunna að lenda í verra ástandi en ella ef sá hinn sami skortur og hér er nefndur myndi ekki hrjá.
Meðan barnið er barn reynir foreldri að samþykkja öll þau ráð sem fyrirfinnast í kerfinu til að koma barni sínu úr því ferli sem til staðar er.
Gallinn er hins vegar sá að barnið er að virðist álitið fullorðinn einstaklingur sem samþykkja þarf með undirskrift á barnsaldri hvert meðferðarúrræðið á fætur öðru, allt galopið , verandi sjúklngur i neyslu, sem lærir að ganga inn og út hér og þar, meðferð eftir meðferð, uns heilbrigðiskerfið tekur við því líkaminn og sálin þola ekki endalausa neyslu fíkniefna og viðkomandi kemur sér upp sjúkdómi sem flokkast undir geðsvið heilbrigðiskerfisins.
Á meðan þetta ferli er í gangi þrífst markaður fíkniefna vel , eðli máls samkvæmt.
Sú er þetta ritar hefur margan sjóinn róið í erfiðleikum ýmis konar á lífsleiðinni eins og gengur og gerist og ekki talið það eftir sér að ausa bátinn, og taka sólarhæð að nýju með stefnu á bjartsýni gegnum ringlureið hvers konar en það er ljóst að hér er á ferð ein af erfiðari akkorðsvinnu sem fyrirfinnst og lögð verður á eitt foreldri svo mikið er víst.
Fangaklefinn var nefnilega gististaður míns sjúklings í nótt, en áður hafði hann leitað ölvaður á náðir bráðadeilda geðdeilda og verið vísað frá.
Forvarnarfulltrúi í lögreglunni í Reykjavík sem ég ræddi við í dag , studdi mig og sagði, mundu við erum alltaf til staðar þegar þú þarft á að halda.
Áður hafði ég rætt við löglærðan fulltrúa dómsmálaráðuneytis sem fræddi mig um lögræðislögin og túlkun þeirra og gildi læknisfræðilegs mats varðandi vistun einstaklinga ellegar ekki vistun.
Svo mörg voru þau orð.
kv.gmaria.