Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Stjórnvöld skapa skilyrði hagstjórnar á hverjum tíma.
Fimmtudagur, 4. október 2007
Hagstjórn í einu landi byggist á heildaryfirsýn yfir sviðið. Það er til dæmis frekar ómarkvisst að fela einu sviði samfélags frelsi til þess að dansa með fjármagn að vild landshluta milli líkt og gert var með framsal aflaheimilda í kvótakerfinu meðan slíkt frelsi var hvergi að finna á öðrum sviðum samfélagsins. Það kom fram í úttektt Mbl á sínum tíma að útgerðarfyrirtæki höfðu verið skattlaus í áratug eftir tilkomu þessara kerfisbreytinga, með öðrum orðum helstu útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar greiddu ekki til þjóðarbúsins vegna samþjöppunar og uppkaupa á tapi ár eftir ár eftir ár sem hægt var að færa til bókar samkvæmt skipulaginu skattalega. Ríkið varð af verulegum tekjum sem fyrir höfðu verið með fleiri að störfum áður en samþjöppun varð til en örfáir handhafar heimilda til fiskveiða græddu á skipulaginu, sem fór sífellt fækkandi. Skattaálögur á almenning hér á landi hafa aldrei verið meiri en nákvæmlega þennan tíma. Þegar það síðan kemur í ljós að forsenduna fiskinn í sjónum hefur ekki tekist að byggja upp og viðhalda sem ákveðinni stærð og skera þarf niður samkvæmt skipulaginu þá skal ríkið hlaupa til og útdeila skattpeningum í allar áttir einhvern veginn þótt frelsið og ábyrgðin sem rætt var um að falin hefði verið fyrirtækjunum hefði átt að standa undir sér, finnst illa eða ekki . Skattgreiðendur borga afföllin af skipulaginu og mistökum þess.
kv.gmaria.
Atlaga stjórnmálamanna að þjóðtungu Íslendinga ber vott um hugmyndafræðilega fátækt.
Fimmtudagur, 4. október 2007
Það er þyngra en tárum taki þegar stjórnmálamenn falla í þann pytt að ganga erinda sértækra eiginhagsmuna fjármagnseigenda hvað varðar það atriði að fórna þjóðtungu einnar þjóðar á altari gróðhyggjusjónarmiða. Maður spyr sig óhjákvæmilega hvort allt sé falt í þessu sambandi ? Til hvers ættum við að verja fjármagni til þess að aðstoða fólk af erlendu bergi brotnu að læra íslensku hér á landi ef hugmyndir um það atriði að fara að nota ensku séu svo mikið sem til skoðunar ? Til hvers að vera að tala um menningarverðmæti í formi ritaðs máls á íslensku ? Til hvers að vera með þýðingar og túklun ? Svo mætti halda áfram að spyrja en raunin er sú að svo sannarlega þarf réttur Íslendinga til þess að ÖLL ÞJÓNUSTA hins opinbera sé til staðar á íslensku að vera tryggður lagalega og helst bundin í stjórnarskrá. Ætli menn áfram að halda fram slíkum fáránleika geta menn nefnilega strax hafið undirbúning útfarar íslenskrar menningar alfarið. Flóknara er það ekki.
kv.gmaria.
Stétt með stétt í kjarabaráttu launafólks á Íslandi.
Fimmtudagur, 4. október 2007
Láglaunafólk á vinnumarkaði þó einkum konur hafa setið eftir, ég endurtek setið eftir í hátt á annan áratug hér á landi hvað varðar MANNSÆMANDI LAUN FYRIR FULLA VINNU. Konur eru menn og eiga ekki að vera verðmetnar sem annars flokks vinnuafl þegar kemur að launaumslaginu. Það er upp runninn tími samstöðu hinna ýmsu hópa hvað varðar kjarabaráttu hér á landi þar ekki hvað síst í þjónustu hins opinbera er lýtur að umönnunarstörfum frá vöggu til grafar. Þar eiga faglærðir erindi með ófaglærðum í kjarabaráttu því sú barátta snýst ekki hvað síst nú orðið um nauðsynlegan metnað grundvallarvirðingar fyrir tilgangi starfanna. Kjósi stjórnvöld á hverjum tíma að skapa skilyrði markaðsþjóðfélags þar sem markaðslaun gilda hljóta þau hin sömu stjórnvöld einnig að aðlaga sig þeim veruleika að vera samkeppnishæf um laun til handa eigin starfsmönnum í þjónustu hins opinbera á sama tímapunkti. Ef ekki , þá verða til tvær þjóðir í landinu starfsmenn hins opinbera og aðrir á allt öðrum launaskalla fjarri þeim fyrrnefnda. Þjónustunni hnignar , ekki fæst fólk til starfa og gæði þjónustu skerðast og lögbundið hlutverk hins opinbera nær ekki tilgangi sínum.
Það er kominn tími til að skoða málin fram í tímann.
kv.gmaria.
Frjálslyndi flokkurinn hefur nú bent á mistök við fiskveiðistjórn hér við land í tæpan áratug.
Miðvikudagur, 3. október 2007
Guðjón Arnar dró enn einu sinni fram ágalla núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis hér við land í ræðu á eldhúsdegi en Frjálslyndi flokkurinn hefur í tæpan áratug barist fyrir umbreytingum á kerfi sem þjónar illa eða ekki settum markmiðum þess hins sama. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fengið Samfylkinguna til liðs við sig til þess að standa vörð um hið lélega kerfi og framkvæmd þess með umbreytingaleysi þar að lútandi í einu og öllu. Tillögur um skerðingu þorskafla á komandi fiskveiðiári eru þess eðlis að " bíta höfuðið af skömminni " gagnvart kerfisskipulaginu öllu frá upphafi svo ekki sé minnst á meintar mótvægisaðgerðir sem hafa heldur betur snúist í andstæðu sína þegar tillögur um styrki til flutnings á mölina af landsbyggðinni eru einn kapítuli af handapatakenndum aðgerðum sem enginn veit þó enn hverjar koma til með að verða. Stjórnvöld gátu axlað þá ábyrgð að endurskoða kerfið en það var ekki gert, því miður.
kv.gmaria.
Guðjón Arnar: Engin haldbær rök fyrir að skerða þorskkvótann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig var hægt að vanreikna 72 milljarða ?
Miðvikudagur, 3. október 2007
Hvernig getur það verið að stjórnvöld viti ekki um innkomu tekna til handa ríkissjóði sem nemur 72 milljörðum ? Ég verð að játa það að mér finnst það óskiljanlegt. Það verður annars fróðlegt að fylgjast með hvort áætlanir verði eitthvað betur úr garði gerðar þannig að rekstur til dæmis heilbrigðisstofnanna hins opinbera þurfi ekki að vera í járnum meðan ríkið hefur vanreiknað 72 milljarða milli ára.
kv.gmaria.
Vísindin eru ekki óskeikul, hvorki í sjávarútvegsmálum eða á heilbrigðissviði.
Þriðjudagur, 2. október 2007
Til þess eru stjórnmálamenn kjörnir á þing að vera gagnrýnir á skipan mála um þjóðfélagið og félagi minn Sigurjón Þórðarson fyrrverandi þingmaður hefur ásamt öðrum í Frjálslynda flokknum gagnrýnt aðferðir Hafrannsóknarstofnunar við mat á fiskistofnum við landið allt síðasta kjörtímabil og fengið mikinn hljómgrunn gagnvart framsettri gangrýni þess efnis. Sú er þetta ritar hefur einnig gagnrýnt ýmislegt þótt ekki hafi setið sem þingmaður, til dæmis heilbrigðismálasviðið og sú gagnrýnii þar áorkað sjálfsögðum og nauðsynlegum breytingum að hluta til sums staðar. Ég skora á nýkjörna þingmenn á þingi að viðhafa nauðsynlega gagnrýni á allt. einnig vísindin, því svo vill til að fyrst og síðast er það mannleg skynsemi sem fleytir okkur áfram, á grundvelli tilkominnar vísindalegrar vitneskju um mál öll.
kv.gmaria.
Patentlausnir í formi lyfja á lyfja ofan við öllum kvillum ???
Þriðjudagur, 2. október 2007
Læknavísindin marsera áfram gagnrýnislítið og því miður of víða nú orðið undir formerkjum þess að lyfjafyrirtækin kosta rannsóknir allra handa með það markmið í huga að þróa lyf við alls konar kvillum er hrjá manninnn frá toppi til táar. Hin vestrænu samfélög sem guma sig af sérfræðiþekkingu hvarvetna sligast af kostanaði af skattfé við niðurgreiðslu lyfja sem sérfræðingar segja nauðsynleg.
Stjórnmálamenn segja já og amen án þess að rannsóknir séu fyrir hendi hvað öll þessi ósköp af lyfjum skila í raun miklum árangri í bata sjúklinga sem og hve miklar aukaverkanir kunna hugsanlega að vera fylgifiskur hinnar miklu lyfjaneyslu svo ekki sé minnst á samverkun eða mistaka við lyfjagjöf, rangra sjúkdómsgreininga og lyfjaávísana í kjölfar þess. Umboðsmaður sjúklinga er eitt helsta mál sem þarf að koma á koppinn hér á landi því fyrr því betra.
kv.gmaria.
Auðvitað má engu breyta í heilbrigðiskerfinu nema upphefjist " svanasöngur á heiði "
Þriðjudagur, 2. október 2007
Þurfti nú ekki að hlýða lengi á viðtal í Kastljósi til að þekkja tóninn, þegar eitthvað nýtt á að innleiða þá verður allt vitlaust hjá þeim sem fyrir eru og engu má breyta þótt afar margt sé hundómögulegt eins og það er. Þetta viðhorf á í raun fátt skylt við mannlega skynsemi að mínu viti og eins og ég sé það því miður einungis spurning um að stýra fjármagni til sérfræðinga í stað þess að fólk hafi val um fleiri aðferðir við ´þjónustu við heilbrigði. Aðferðir sem sjúklingar eiga svo sannarlega að eiga kost á og kunna að betrumbæta heilsufar almennt, og spara þjóðfélaginu þannig fé.
kv.gmaria.
Ég elska Einar Ben, hann segir allt sem segja þarf í sínum ljóðum.
Þriðjudagur, 2. október 2007
Aldamótaljóð skáldsins Einars Benediktssonar er gull og hvatning til dáða fyrir íslenska þjóð sem á jafn vel við í dag og áður ekki hvað síst þegar atlaga að íslenskri tungu er uppi. Set hér inn tvö erindi sem eru mitt uppáhald.
" Vér óskum hér bóta við aldanna mót,
en allt þó með gát og þjóðlegri rót,
með rækt við fortíð og fótsporin þungu
sem fyrst hafa strítt yfir veglaust og grýtt.
Við eigum sjálfir á eftir að dæmast
af oss skulu forfeður heiðrast og sæmast,
sem studdu á lífsins leið vorn fót,
sem ljóðin við vöggurnar sungu.
Það fagra sem var skal ei lastað og lýtt,
en lyft upp í framför, hafið og prýtt.
Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja,
án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt.
Vort land það á lifandi eldforna tungu,
hér lifið það gamla í þeim ungu.
Sá veglegi arfur hvers Íslendings þarf,
að ávaxtast gegnum vort líf og vort starf,
sem sterkasti þáttur alls þjóðarbandsins,
við þrautirnar stríðu og lífskjörin blíð.
Lát fyllast hljóm þeirra fornu strengja,
lát frumstofninn haldast en nýtt þó tengja,
við kjarnann sem stóðst svo að kyn vort ei hvarf
sem korn eitt í hafi sandsins.
Fegurra mál á ei veröldin víð,
né varðveitt betur á raunanna tíð,
og þrátt fyrir tízkur og lenzkur og lýzkur,
það lifa skal ómengað fyrr og síð.
Án þess týnast einkenni og þjóðerni mannsins,
án þess glatast metnaður landsins. "
höf Einar Benediktsson úr Aldamótaljóði.
kv.gmaria.
" Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur kennarinn, kerra, plógur ,hestur. "
Mánudagur, 1. október 2007
Þegar sú er þetta ritar tókst það hlutverk á hendur að gagnrýna heilbrigðiskerfið á sínum tíma fyrir hönd sjúklinga var það ljóst að þar var mikið verk fyrir höndum, en viti menn hvað skyldi maður svo hafa rekist á ? Jú lögfræðinga til rekstar mála fyrir dómsstólum fyrir sjúklinga við málaleitan.Það var sérkapítítuli fyrir sig í réttindabaráttu sjúklinga. Það er ekki ein þúfan stök í óræktuðu graslendi heldur kemur hver af annarri venjulega þar. Hin aldagamla virðing Íslendinga gagnvart læknum , lögfræðingum og prestum hefur oftar en ekki orðið mér umhugsunarefni gegnum tíðina, og ég vil meina að þess sjáist merki enn þann dag í dag í okkar samfélagi þótt ýmislegt hafi nú breyst. Góð grein Jóns Magnússonar á hans bloggi um daginn um vald sérfræðinnar eru orð í tíma töluð og eins óg út úr mínum huga sögð því þar er að finna mikinn sannleika um eitt samfélag í raun. Við þurfum að vera opin og gagnrýnin á hvers konar sérfræðiþekkingu sem fram er borin okkur hvarvetna því það er ekki svo að það nýjasta sé endilega það besta, sama hvaða svið um er að ræða.
kv.gmaria.