Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Kostnaður íslenzka ríkisins við utanríkismál og kostnaður við þarfir þjóðar innanlands.
Mánudagur, 1. október 2007
Það er og verður nokkuð sérkennilegt að á sama tíma og þjóðin þarf að takast á við tillögur um skerðingu í þorskafla sem veldur þjóðarbúinu tekjumissi skuli utanríkisráðuneytið ákveða ferðalög utanríkisráðherra landsins sem rétt var að setjast í stólinn um allan heim þveran og endilangan ásamt kostnaði innanlands við kynningu á framboðstilstandi Íslendinga til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hve lengi ætlum við Íslendingar að iðka málamyndasjónarspil út í frá án þess að horfa á það sem þarf að gera hér heima ? Væri ekki nær að líta á vanda þjóðarinnar hér heima áður en menn halda út i heim til stórræða til að bjarga heiminum að virðist ? Aldraðir, sjúkir og börn eru á biðlista eftir þjónustu sem skortir af hálfu hins opinbera hér á landi og ekki hefur tekist að inna af hendi að virðist sökum kostnaðar þar að lútandi og almenna forgangsröðun . ER ekki þörf að forgangsraða og sleppa ferðalögum meðan illa árar ?
kv.gmaria.
BURT með fíkniefnaneyslu úr okkar samfélagi.
Mánudagur, 1. október 2007
Er nútíma samfélag ekki nógu flókið þótt ekki þurfi til að koma það atriði að menn gangi um götur uppdópaðir út úr heiminum eins og fábjánar óvirkir þáttakendur í einu stykki samfélagi upp á kant við lög og reglur sitt og hvað í sífellu með tilheyrandi tilkostnaði samfélagsins þar að lútandi ? Í raun breytir engu hvaða ólöglegu fíkniefna er neytt eða hverju nafni þau nefnast í þessu sambandi, sem gera menn óvirka þjóðfélagsþáttakendur til að þjóna aðilum sem græða á ólöglegri starfssemi og lifa flott af gróðanum. Við þurfum að skera upp herör gegn fíkniefnum og fordæma neyslunna hvarvetna sem hún birtist.
kv.gmaria.
Forsenda þess að hægt sé að skapa atvinnu á landsbyggðinni er nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi.
Mánudagur, 1. október 2007
Það er alveg sama hvernig á það er litið núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi þarf að stokka upp og endurskoða í ljósi ýmissa atriða sem eru allt önnur nú en fyrir rúmum tveim áratugum síðan. Eitt dæmi er til dæmis stærðareiningar í fiskiskipaflota, og olíueyðsla og tilkostnaður við veiðar í því sambandi. Einhliða áhorf síðustu áratuga á stærri og færri skip er barn síns tíma í sjávarútvegi og sama gildir reyndar einnig um landbúnað að ég tel. Einungis sökum þess að þáverandi mat á stærðarhagkvæmni hefur nú breyttar forsendur hvað varðar eyðslu og sóun í formi olíu úr auðlindum jarðar. Sama máli gildir um veiðiaðferðir svo sem notkun botnvarpa sem óhjákvæmilega geta raskað lífríki sjávar, en rannsóknir eru litlar sem engar til í þessu efni þótt Íslendingar gumi sig sem fiskveiðiþjóð. Lögleiðing heimilda framsals millum útgerðaraðila í sjávarútvegi á sínum tíma var upphaf að hnignun byggða þar sem allt vald var tekið frá fólkinu og fært í hendur örfárra handhafa aflaheimilda og óvissa um atvinnu eða tilvist hennar frá degi til dags varð daglegt brauð á landsbyggðinni, óvissa sem hefði gert allt vitlaust á Reykjavíkursvæðinu að ég tel ef álíka ástand hefði verið boðið atvinnulega hér. Sökum þess að heilu samfélögin og eignir manna urðu að ekki neinu, frekar en mannvirki reist fyrir opinbert fé s.s. skólar og heilsugæsla , vegagerð osfrv.
Þegar kerfi eru ónýt, þá þarf að breyta þeim.
kv.gmaria.