Gleymdist bara að byggja upp öldrunarþjónustu ?

Svo virðist sem menn hafi nær tapað áttum í markaðshyggjuþokumóðunni undanfarna áratugi og því ekki eygt það atriði að engu máli skipti að taka rekstarfé til öldrunarstofnuna úr framkvæmdasjóði þess sem þjóna átti öðru en rekstri.

5 milljarðar teknir úr framkvæmdasjóði í rekstur, hvað veldur ?

Hvílík og önnur eins naumhyggja er sorglegur vitnisburður hvoru tveggja vitundar og skilningsleysis á nauðsynlegum verkefnum hvers samfélags svo með ólíkindum er. Það mætti halda að áætlanir miðuðust við að öldrunarþjónusta væri tímabundið verkefni.

Að aldraðir sjálfir skuli þurfa að huga að framboði til þings til að breyta áherslum er ægileg skömm fyrir okkur miðaldra ríkjandi kynslóð þessa lands, hvar í flokkum sem menn standa.

 

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband