Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Að vega og meta, meiri hagsmuni fyrir minni, er síendurnýjanlegt verkefni stjórnmálamanna.

Hvalveiðar Íslendinga eru í sviðsljósinu og ekki á mjög svo jákvæðan máta því miður. Spurningin er hins vegar sú, þurfti einhverjum að koma það á óvart að svo sé ? Stjórnvöldum, almenningi ?

Hvers vegna höfum við ekki stundað þessar veiðar síðan hvalbátum var sökkt á sínum tíma sem var árás á Ísland og íslenska athafnastarfssemi ? Var það rétt að láta öll þessi ár líða í aðgerðaleysi ?

Tímarnir breytast og mennirnir með og þótt engin vísindalega rök mæli móti þvi  nú sérstaklega að við veiðum nokkra hvali, þá er það því miður þannig að við eiginlega verðum að sýna fram á það að sérstakir hagsmunir þjóðar liggi þar að baki, sökum þess að hin tilfinningalega vitund umheimsins gagnvart veiðum þessum, gerir það að verkum að sýna þarf fram á það að málið snúist um þjóðarhagsmuni í raun, gagnvart umheiminum.

Við sýnum varla valdið til sjálfsákvarðana , bara til að sýna það út í frá einhvern veginn, það er ekki alveg nógu skynsamlegt að ég tel. Eins mjög og ég er þó fylgjandi því að við stöndum vörð um okkar rétt til sjálfsákvarðanatöku hvers konar.

 kv.

gmaria.

 


Fengu fleiri en ég skilaboðaútkall í farsímann, án þess að vera í björgunarsveit ?

Ég varð fyrir all óvenjulegri reynslu í dag, þar sem klukkan 15.16, komu skilaboð í farsíma minn frá neyðarlínu svona " F2 gulur, hættustig 2, flugkef STÓRT, flugvel með 170 farþega tilkynnir neyðarástand, gangtruflanir, buið að slökkva á einum hreyfli, lending 15.50. " sendandi 112.

 Ég vissi ekki hvernig ég átti að haga mér en fór á netið og gáði að einhverjum tíðindum en sá ekki neitt um þetta nokkurs staðar fyrir klukkan hálf fjögur. Ég ákvað að skreppa í bíltúr og í búð í leiðinni, sem liggur við stofnbraut gegnum ´bæjarfélagið mitt, og í fyrstu var enga óvenjulega umferð að sjá þar. Þegar ég siðan kem út úr búðinni þá sé ég röð sjúkrabíla á ferð sem og lögreglu og fleiri aðila á leið til Keflavíkur.

Ég verð nú að játa að mér létti við að sjá að eitthvað væri í gangi varðandi þessar upplýsingar sem ég hafði óvænt fengið í hendur en hljóta að hafa verið ætlaðar einhverjum öðrum.

Ég hlýddi svo á fréttir klukkan fjögur og þau ánægjulegu tíðindi mátti heyra að tekist hefði að gangsetja hreyfil fyrir lendingu og flugvélin síðan lent heilu og höldnu.

Skömmu síðar hringdi ég í 112 og sagði þeim frá því að skilaboð send frá þeim hefðu borist mér í hendur en væru mér óviðkomandi. Svörin sem ég fékk voru þau að þeim kæmi þetta ekki við, þetta væri á verkssviði Björgunarsveitanna ég gæti hringt í þá á morgun. Ég sagðist nú ekki myndu eyða meiri tíma í hringingar vegna þessa og úr því þeir gætu ekki tekið við þessum upplýsingum þá næði þetta bara ekki lengra.

Eftir á að hyggja er það hins vegar slæmt ef vitlaus símanúmer eru til staðar hvað varðar útköll sem slík, því þótt boðskiptakerfi hafi hrunið á ég ekki von á því að sendingar víxlist heldur án efa einfaldlega um að ræða mannleg mistök einhvers staðar hvað varðar númer.

kv.

gmaria. 

 

 

 


Hví skyldi íslensk lögregla ekki fá heimildir til baráttu við glæpi ?

Með ólíkindum er að mínu mati oft að lesa gagnrýnii varðandi hugmyndir um auknar heimildir lögreglu varðandi baráttu gegn alþjóðlegum glæpahringjum. Getur það verið að við Íslendingar séu svo fastir í afdalahætti þvælu og vitleysu undir formerkjum þess að, við séum svo hræddir við njósnir að slíkt eigi bara að vera þess valdandi að því frjálsari gangi allra handa glæpamenn um götur og torg ? Hluti stjórnarandstöðu hefur að virðist mikið á sig lagt til að gera mál þetta tortryggilegt, og það eitt er skrítið að mínu viti. Við Íslendingar hljótum að þurfa að taka þátt í sams konar aðferðarfræði og aðrar þjóðir í kring um okkur.

kv.gmaria.


Eigum við að minnka svifryksmengun í vetur ?

Mikið lifandis skelfingar ósköp væri það nú gott ef fleiri myndu kjósa vetrardekk án nagla til innanbæjaraksturs er aftur myndi minnka mengun hér á höfuðborgarsvæði.

Útblástursmengunin af völdum hins ofboðslega fjölda ökutækja í umferð er hreinlega viðurstyggð og viðbótarmengun sannarlega ekki á bætandi.

Hér er um heilsufarslegt atriði að ræða fyrir alla íbúa á svæðinu nú og framvegis.

Sjálf vil ég fara að sjá aðgerðir gagnvart því atriði að níðþung eyðslufrek ökutæki á nagladekkjum greiði sama gjald og ökutæki sem eyða minna af olíuauðlindum jarðar. Jafnframt fer að vanta fullnægjandi rökstuðning þess að nagladekk séu í notkun sem öryggistæki í innabæjarakstri þegar heilsufarslegir þættir eru teknir til sögu samhliða af mengun þar að lútandi.

kv.

gmaria.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband