Fengu fleiri en ég skilabođaútkall í farsímann, án ţess ađ vera í björgunarsveit ?

Ég varđ fyrir all óvenjulegri reynslu í dag, ţar sem klukkan 15.16, komu skilabođ í farsíma minn frá neyđarlínu svona " F2 gulur, hćttustig 2, flugkef STÓRT, flugvel međ 170 farţega tilkynnir neyđarástand, gangtruflanir, buiđ ađ slökkva á einum hreyfli, lending 15.50. " sendandi 112.

 Ég vissi ekki hvernig ég átti ađ haga mér en fór á netiđ og gáđi ađ einhverjum tíđindum en sá ekki neitt um ţetta nokkurs stađar fyrir klukkan hálf fjögur. Ég ákvađ ađ skreppa í bíltúr og í búđ í leiđinni, sem liggur viđ stofnbraut gegnum ´bćjarfélagiđ mitt, og í fyrstu var enga óvenjulega umferđ ađ sjá ţar. Ţegar ég siđan kem út úr búđinni ţá sé ég röđ sjúkrabíla á ferđ sem og lögreglu og fleiri ađila á leiđ til Keflavíkur.

Ég verđ nú ađ játa ađ mér létti viđ ađ sjá ađ eitthvađ vćri í gangi varđandi ţessar upplýsingar sem ég hafđi óvćnt fengiđ í hendur en hljóta ađ hafa veriđ ćtlađar einhverjum öđrum.

Ég hlýddi svo á fréttir klukkan fjögur og ţau ánćgjulegu tíđindi mátti heyra ađ tekist hefđi ađ gangsetja hreyfil fyrir lendingu og flugvélin síđan lent heilu og höldnu.

Skömmu síđar hringdi ég í 112 og sagđi ţeim frá ţví ađ skilabođ send frá ţeim hefđu borist mér í hendur en vćru mér óviđkomandi. Svörin sem ég fékk voru ţau ađ ţeim kćmi ţetta ekki viđ, ţetta vćri á verkssviđi Björgunarsveitanna ég gćti hringt í ţá á morgun. Ég sagđist nú ekki myndu eyđa meiri tíma í hringingar vegna ţessa og úr ţví ţeir gćtu ekki tekiđ viđ ţessum upplýsingum ţá nćđi ţetta bara ekki lengra.

Eftir á ađ hyggja er ţađ hins vegar slćmt ef vitlaus símanúmer eru til stađar hvađ varđar útköll sem slík, ţví ţótt bođskiptakerfi hafi hruniđ á ég ekki von á ţví ađ sendingar víxlist heldur án efa einfaldlega um ađ rćđa mannleg mistök einhvers stađar hvađ varđar númer.

kv.

gmaria. 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband