Eigum við að minnka svifryksmengun í vetur ?

Mikið lifandis skelfingar ósköp væri það nú gott ef fleiri myndu kjósa vetrardekk án nagla til innanbæjaraksturs er aftur myndi minnka mengun hér á höfuðborgarsvæði.

Útblástursmengunin af völdum hins ofboðslega fjölda ökutækja í umferð er hreinlega viðurstyggð og viðbótarmengun sannarlega ekki á bætandi.

Hér er um heilsufarslegt atriði að ræða fyrir alla íbúa á svæðinu nú og framvegis.

Sjálf vil ég fara að sjá aðgerðir gagnvart því atriði að níðþung eyðslufrek ökutæki á nagladekkjum greiði sama gjald og ökutæki sem eyða minna af olíuauðlindum jarðar. Jafnframt fer að vanta fullnægjandi rökstuðning þess að nagladekk séu í notkun sem öryggistæki í innabæjarakstri þegar heilsufarslegir þættir eru teknir til sögu samhliða af mengun þar að lútandi.

kv.

gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Sammála...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.10.2006 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband