Vort auðuga málið, við eigum að virkja....

vekja upp vísugerð, fara að yrkja.

Finna svo hvernig, í hrynjandi tónum,

við hefjum  okkur á flug, upp úr skónum.

Íslenskan er auðugt mál, svo mikið er víst og orðin sem við eigum yfir sams konar athafnir með mismunandi móti getur verið okkur til góða varðandi tilþrifsmiklar lýsingar í sögum, en aftur ef til vill togstreita þegar kemur að túlkun laga sem innihalda eðli máls samkvæmt allt það orðskrúð sem tungumálinu tilheyrir oft og iðulega.

Ljóðin eftir okkar snillinga eru fjársjóður sem og ýmsar bókmenntir þar sem tilfinning manna fyrir viðfangsefninu, endurspeglar vitund og vitneskju um augði tungumálsins.

Við þurfum að standa vörð um okkar tungumál og rækta það og færa til kynslóðanna sem erfa munu landið, ,með öllu því besta sem við getum af okkur gefið.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband