Er Frjálslyndi flokkurinn uppbótarflokkur í ríkisstjórn ?

Fór inn á síðu Frjálslynda flokksins af gömlum vana og sá þar miðstjórnarályktun, sem virðist bera nokkurn keim af því að formaður flokksins er nú ráðgjafi ráðherra Vinstri Grænna í ríkisstjórninni.

ER flokkurinn ef til vill uppbótarflokkur í ríkisstjórn ?

 

 úr miðstjórnarályktun.

 " Þessa dagana er ríkisstjórnin að vinna að stórfelldum niðurskurði útgjalda og skattahækkunum. Frjálslyndi flokkurinn fellst á að niðurskurður fjárlaga við núverandi kringumstæður sé nauðsynlegur, þótt hlífa þurfi viðkvæmustu þáttum velferðarkerfisins að því er varðar sjúka, aldraða og öryrkja. Miklar skattahækkanir á almennar launatekjur eru þó ekki vænlegar til árangurs og ber að varast þær.
 "

kv.Guðrún María.


mbl.is Háskalegar skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Það sem varð Frjálslyndum að falli var dekur hans við kommanistahugsjón.  Enda vitum við í hvaða höll formaður flokksins er staddur í dag.

Það eru orðin ansi mörg ár síðan ég sá þetta vinkona en það var aldrei hlustað á mig.

Árelíus Örn Þórðarson, 2.10.2009 kl. 03:54

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er alveg rétt Alli, þú hafðir lög að mæla í því efni sannarlega.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.10.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband