Hvers vegna gátu fjölmiðlarnir ekki upplýst okkur betur í hinu meinta " góðæri " ?

Viðbrögð fjölmiðla í landinu eftir bankahrunið eru sérstakt rannsóknarefni að mínu mati, ekki hvað síst vegna þess að þeir hinir sömu hafa málamyndast við það að draga " hagfræðinga á hagfræðinga ofan " fram í dagsljósið í heilt ár,sem þeir höfðu ekki fyrir í neinu magni meðan " góðærið " ríkti.

Því miður hefur hin mikla ofuráhersla fjölmiðlanna á efnahagsmál og fjármála og viðskiptaumhverfi sem fyrstu frétt í heilt ár... sem þeir hinir sömu ræddu illa eða ekki áður, nema til þess að dásama ríkidæmið, vægast sagt ruglað almenning í ríminu.

Hafi allt viðskipta og fjármálaumhverfi verið án landamæra eins og dregið hefur verið fram, hvers vegna í ósköpunum gátu fjölmiðlar ekki rýnt á milli rimlanna ?

Það skyldi þó aldrei vera að það hefði eitthvað að gera með eignarhaldið ?

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband