Eru fjölmiðlamenn fastir í fortíð og nútíð ?

Hinn stórlegi skortur þess að fjölmiðlamenn velti vöngum fram í tímann um hin ýmsu mál, verður til þess að ákveðin stöðnun ríkir varðandi skoðanamyndun, þar sem fréttir snúast eingöngu um hvað var og er í gangi án lítilla sem engra vangavelta um hvað myndi gerast í framtíð.

Endalausar fréttir af fjármálamarkaði og efnahagsmálum þar sem einn hagfræðingur segir þetta og annar hitt og sá þriðji kemur með þriðju skoðun mála, enginn sammála, án fréttaskýriinga af hálfu viðkomandi fjölmiðlis.

Fjölmiðlar hver um annan þveran hér á landi eru fastir í sama pyttinum þess efnis að segja fréttir um sömu málin sem voru eða eru án nokkurs konar sjálfstæðra vangaveltna um hvað gæti orðið EF,  sem aftur myndi leiða af sér umræðu og ef til vill þróun skoðanamyndunar að einhverju leyti.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband