Kerfi uppfundin af manninum þurfa að virka SAMAN.
Þriðjudagur, 26. desember 2006
Heilbrigðis og félagskerfi það sem við höfum til staðar hefur marga samvinnu á sínum vegum en betur má ef duga skal segi ég hafandi gengið gegn um reynslu frá kynslóð til kynslóðar hvað varðar göt og gloppur í kerfum þessum, sitt á hvorum áratug fyrir og eftir aldamótin síðustu. Þar kemur til í raun sams konar úrræðaleysi til handa einstaklingum í heilsufarslegum vanda sem lenda úti í kuldanum utan dyra of lengi án úrræða þannig að viðbótarvandamál er ef til vill árangur af slíku.
Í dag þakka ég Guði fyrir dómskerfið og það atriði að það kerfi hafi með sinni tilstuðlan fengið hin tvö kerfin til samvinnu um bráðnauðsynleg úrlausnarefni hvað varðar heilsufar barns, barnsins míns.
Árið 1993 kvaddi maðurinn minn heitinn þetta jarðlíf að öllum líkindum með því móti að " sprengja heimili sitt í loft upp " en hann lést í brunanum. Þá var sonur okkar fjögurra ára og við höfðum þurft að fara á brott af heimilinu vegna úrlausnaleysis gagnvart hans heilsufarslegu vandkvæðum sem ekki voru barni bjóðandi á þeim tíma. Að hluta til endurtekur sagan sig tíu árum síðar þegar sonur okkar tekur til við fíkniefnaneyslu en tvö ár líða þvi til viðbótar áður en keyrir um þverbak með allra handa tilraunum við úrlausnir í formi opinna úrræða og samþykkis allra handa í félagskerfinu sem ekki virka. Heilsufarslegt vandamál er greint í febrúar á þessu ári og fær þá meðhöndlun sem skyldi en framhaldið í kjöfar þess hefur verið barátta á baráttu ofan til þess að finna samstillt úrræði til handa einstaklingi sem þyrfti á þeim hinum sömu úrræðum að halda og heitir enn barn .
Það er ekki langt síðan ég hringdi í fyrrum landlækni Ólaf Ólafsson vin minn og spjallaði við hann um mín núverandi viðfangsefni en ég hafði á sínum tíma fundað með honum sem þá embættismanni þar sem gloppur í kerfum mannsins varðandi manninn minn heitinn voru fundarefni í kjölfar umkvartana af minni hálfu inn á hans borð. Ólafur sagði við mig , því miður þessar gloppur virðast enn fyrir hendi eftir allan þennan tima , þvi miður.
Endurteknar heimsóknir lögreglu aftur og aftur og aftur, með ferðalögum með einstakling , barn á bráðadeildir sjúkrahúsa varð þess valdandi að þeir hinir sömu sögðu við " vistum ekki sjúkling i fangaklefa , hvað þá barn . " hafandi tekið við barni af heimili sínu i slíkum heilsufarslegum vandkvæðum æ ofan í æ með nokkurra daga millibili að því ásjáandi að örmagna móðir var að niðurlotum komin í tilraunum við að takast á við þá erfiðleika sem við var að etja.
Það var því dómskerfið sem í lok árs 2006 fékk heilbrigðis og félagskerfi til samhæfa vinnu sina við eitt stykki verkefni eins einstaklings sem var STRAX lagður inn á sjúkrastofnun og fundur með læknum hafði fengist fram þar sem lögregla kom með einstakling úr vistun i fangaklefa, barn til þess fundar með svefnvana móður og heilbrigðis og félagsmálayfirvöldum samtímis var fyrir hendi en lögregla sat fundinn að ósk móður til vitnis um ástand einstaklingsins sem þar var um að ræða.
Barnið er nú í umsjá fagaðila er hafa sérþekkingu á því sviði sem þörf er og hafa fundað sérstaklega um læknisfræðileg álitaefni sérstaklega varðandi þetta tilvik nýlega þar sem annars konar meðferð á sér nú stað sem gefur von um bata.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.