Er Samtökum iðnaðarins, alveg sama hvert eignarhald erlendra aðila er í orkugeiranum ?

Hversu lengi eiga svona yfirlýsingar að lita allt sem heita viðskipti hér á landi, hvað varðar það atriði að kalla eftir erlendu lánsfjármagni að virðist bara einhvern veginn, alveg sama hvað er á ferð í því efni ?

Hér er um að ræða orkufyrirtæki sem sett voru á fót til þess fyrst og fremst til þess að þjóna almenningi hér á landi, er það markmið að gera slíkt að gróða fyrir aðra ?

 

 úr fréttinni.

" Hann segir augljóst að þörf sé á erlendu fjármagni í formi lána en ekki síður í formi eigin fjár í atvinnurekstri. „Það er áhyggjuefni hve okkur virðast mislagðar hendur við að laða hingað erlenda fjárfesta,“ segir hann, og bætir við að stundum virðist sem stefnu en ekki síður vilja skorti í þessum efnum. Nefnir hann fyrirhugaða fjárfestingu Magma í innlendum orkuiðnaði í þessum efnum. „Það er með ólíkindum að á síðustu stigum þess máls skuli rokið upp til handa og fóta til þess að ríkið kaupi hlutinn í stað hinna erlendu fjárfesta,“ segir Jón Steindór.  "

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir augljóslega þörf á erlendu fjármagni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband