Steingrímur setji Jóhönnu stólinn fyrir dyrnar.

Á stundum finnst mér það að í stjórnmálum hér á landi undirgangist menn hvaða vitleysu sem kynsystrum mínum dettur í hug og ef kona er við stjórnvölinn verði til eins konar fáránlegur undirlægjuháttur á stjórnmálasviðinu af hálfu karlmanna gagnvart kvenmönnum í stjórnunarstöðum.

Það gengur ekki að setja þjóðina á vonarvöl til þess að eins að halda áfram með aðildarumsókn að Evrópusambandinu, í formi samninga sem menn hafa heimskast til þess að koma með heim sem samninga.

Það gengur heldur ekki hjá Vinstri Grænum að ganga gegn eigin stefnumiðum og vanvirða stærsta huta kjósenda flokksins til þjóðþings.

Samfylkingin hefur nú endurspeglað sig sem ólýðræðislegan flokk sem telur sig geta haft vit fyrir þjóðinni, á eigin forsendum flokksstefnu sinnar og tilbúinn að framfylgja slíku með yfirgangi og frekju, áróðri og væli til skiptis.

Það er ljóst að formaður VG hefur ekki flokk sinn að baki sér til stuðnings við það að setja þjóðina á vonarvöll með samþykkt hina ómögulegu samningagerðar um Icesave og þá vart annað eftir en að slíta þessu stjórnarsamstarfi.

kv.Guðrún María.

 

 

 


mbl.is Hvorki fyrirvarar né frestun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Samþykkt.

Árni Gunnarsson, 23.7.2009 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband