Til hvers var búsáhaldabyltingin ?

Til þess að koma einum manni úr Seðlabankanum ?

Til þess að auka áhrif þegnanna við lýðræðislega ákvarðanatöku ?

Til þess að kjósa nýtt fólk við stjórnvölinn sem kann að virða meirihluta þjóðarinnar ?

Til þess að draga menn til ábyrgðar á ákvarðanatöku frá stjórnmálamönnum til fjármálamanna ?

Hverju áorkaði byltingin nema að koma hluta sömu ríkisstjórnar og var fyrir aftur til valda, ríkisstjórn þar sem Samfylkingin virðist hafa þurrkað út stefnu samstarfsflokksins eða sá hinn sami selt hana fyrir setu við valdataumana ?

Jú einn nýr flokkur komst á þing og annar þurrkaðist út, með fjögurra manna áhrif á þingi.

Breyttist eitthvað ?

Ekki í mínum huga.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband