Auðvitað þarf að spyrja um kostnað, átti kanski að sleppa því ?

Ég fagna þessari kröfu Guðfríðar Lilju, hún stendur sig vel í þessu efni og spái því að hún verði framtíðarleiðtogi í íslenskum stjórnmálum með drifkraft hugsjóna og sannfæringar.

Ef einhvern tímann var þörf að kostnaðarmeta hvert eitt einasta atriði sem Alþingi ályktar um þá er sá tími núna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fundi utanríkismálanefndar um ESB-mál frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hvað hefur GLG verið að hugsa sl 6 vikur að spyrja fyrst nú daginn sem nefndin á að skila af sér um kostnað af fundahöldum. - Hún er búin að hafa 6 vikur til þess. - Þetta ernáttúrulega ekkert annað en vísvitandi skemmdarverk á stjórnarsamstarfinu og stjórnarsáttmálanum. - Það er von að Sjálfstæðis- og Framsóknarauðvaldið fagni og útgerðin með því GLG er langt komin með að eyðileggja þetta stjórnarsamstarf.

Helgi Jóhann Hauksson, 9.7.2009 kl. 03:06

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll.

Nefndin hefur einnig haft sex vikur til þess að vera með þann hinn sama kostnað á hreinu, enda hvoru tveggja sjáfsagt og eðlilegt.

Útgerðin er á móti ESB svo ég sé ekki hvað hún kemur þessu akkúrat við.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.7.2009 kl. 03:19

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jú, útgerðin fagnar hve iðin GLG er við að grafa undan þessu stjórnarsamstarfi þar sem ritað er í stjórnarsáttmála að endurskoða eigi kvótakerfið og innkalla kvótann. GLG byrjaði strax við stefnuræðu forsætisráðherra við upphaf þings í vor.

En svo um kostnaðaráætlun fyrir fundahöld starfsmanna sem eru að mestu fyrir á launum há ríkinu. Það væri örugglega í fyrsta skipti í Íslandssögunni ef metin yrði fyrirfram af einhverri vissu kostnaður af fundahöldum stjórnsýslunnar sem er fyrir á launum hjá ríkinu enda villandi hvernig sem tekið væri á honum. - Á að reikna með kostnað svo sem launakostnað sem hvort sem er ríkið greiðir - er það rétt? og ef honum er sleppt er það þá rétt mynd?

Menn hefðu ekki átt marga fundi með t.d. Hollendingum og Bretum og IMF og ESB og Norðurlandaþjóðunum og seðlabönkunum ef þyrfti að liggja fyrir sérstök fjárhagsáætlun fyrir fundahöld stjórnsýslunnar og ráðuneyta, enda kostnaðurinn að stórum hluta í mannafla, útbúnaði og aðstöðu sem ríkið er að kosta fyrir.

Helgi Jóhann Hauksson, 9.7.2009 kl. 04:08

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það væri áhugavert að sjá þó ekki væri nema grófa kostnaðaráætlun.  Ég hef sjálfur gert mér "kostnaðarágiskun" upp á 500 - 800 milljónir, en viðurkenni það að það er frekar bjartsýnt mat.

Annars er ég búinn að taka afstöðu gegn Evrópusambandsaðild og hlýt því að gleðjast í hvert skipti sem málið frestast eða verður (vonandi) slegið af, rétt eins og þeir sem eru búnir að taka afstöðu með verða óánægðir.

Þannig að ef þú sérð mig og Helga ganga hlið við hlið og annar brosir en hinn er fúll þá veistu hver staðan er.

Axel Þór Kolbeinsson, 9.7.2009 kl. 09:42

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Guðfríður Lilja er hluti nefndarinnar og nefndin er ekkert annað en nefndarmennirnir sem þar eru. Nefndin fær ekkert eða veit ekkert nema nefndarmennirnir biðji um það eða afli sér þeirra upplýsinga, og þessvegna eru þeir fleiri en bara einn í nefndinni til að saman dekki þeir það sem skiptir máli. Þannig að ef GLG taldi mikilvægt að vita eitthvað er hún sá hluti nefndarinnar sem átti að biðja um það sem hún taldi mikilvægt að vita, og það auðvitða tímanlega á þessu 6 vikna tímabili sem nefndin er búin að hafa.

Helgi Jóhann Hauksson, 9.7.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband