Á að færa málaflokk samgangna undir sveitarstjórnir ?

Ef til vill væri allt í lagi að leggja samgönguráðuneytið niður og færa verkefni þetta heim í héruð um allt land, og ákveðið framlag fjárlaga ár hvert yrði þá hið sama til handa sveitarfélögum í verkefnið.

Ekki man ég lengur hvað er búið að fresta Suðurstrandarveg oft en sem betur fer er hægt að komast þá leið, ef menn þyrftu á að halda þótt enn sé ekki malbikað, en vegagerð þar hefur verið frestað meðan byggð hafa verið göng annars staðar á landinu æ ofan í æ.

Með miðstýringu úr ráðuneyti samgöngumála tókst mönnum til dæmis að byggja fjölda einbreiðra brúa um allt Suðurland þótt örskömmu síðar í árum talið þyrfti að gera þær tvíbreiðar, þetta heitir að geta ekki hugsað fram í tímann.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja forgangsraða aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband