Sjómannadagurinn.

Ég óska íslenskum sjómönnum til hamingju með daginn, en dagurinn er frídagur þeirra og hátið landsmanna sem lifað hafa af fiskveiðum í áraraðir.

Ég ber ómælda virðingu fyrir sjómönnum þessa lands, og allir þeir sem lagt hafa líf sitt í sölurnar við að sækja lifsbjörgina gegnum aldirnar, eru margir og blessuð sé minning þeirra.

Rétturinn til þess að sækja lífsbjörg til lands og sjávar er að ég tel í huga okkar Íslendinga grundvallarmannréttindi, og hvers konar skipulag sem maðurinn hefur fundið upp varðandi það að hamla slíku, eitthvað sem aldrei mun ríkja sátt um hér á landi.

Sjómenn hafa átt samúð mína alla að vera gerðir þáttakendur í því braskfyrirkomulagi sem mönnum tókst að koma skipan fiskveiðistjórnar hér á landi í fyrir tæpum tveimur áratugum. Braskfyrirkomulagi sem orsakaði verðmætasóun, sem og offjárfestingar sem aftur orsökuðu skuldsetningu. 

Það atriði að gera sjómenn að leiguliðum hjá útgerðarmönnum stéttskipti íslensku samfélagi, og færði þróun mála afturábak en ekki áfram.

Andvaraleysi íslenskra stjórnmálamanna hefur verið algjört í áraraðir gagnvart þeirri hinni sömu þróun, en vissulega er von um breytingar fyrir hendi svo fremi stjórnarsáttmáli nái fram að ganga.

Aftur til hamingju með daginn sjómenn.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband