Hagsmunir vinnandi stétta í landinu.

Síðustu áratugir hafa verið sorgarsaga hvað varðar kjör á vinnumarkaði, þar sem fulltrúar verkalýðsins hafa samið um launataxta sem engan veginn hafa þjónað tilgangi sínum til mannsæmandi framfærslu einstaklinga i einu þjóðfélagi að lokinni skatttöku af þeim hinum sömu launum.

Frysting skattleysismarka á sínum tíma var hneisa til handa stjórnvöldum og fulltrúum verkalýðsins og með ólikindum að slíkt skuli ekki hafa verið dregið upp á borðið þar sem menn myndu axla þá ábyrgð gjörða sinna.

Ofurskatttaka af allt of lágum launatöxtum gerði lítið annað en að letja menn til vinnuþáttöku, en þá komu til þær breytingar að óheft flæði vinnuafls hingað til lands, brúaði bil á vinnumarkaði í ákveðinni ofþenslu eins samfélags. Verkalýðsfélögin þögðu mörg þunnu hljóði þótt fólk af erlendu bergi brotið sem kom hingað til vinnu, tæki laun á töxtum sem þó ekki nægðu til framfærslu í landinu.

Stór hluti af fólki af erlendu bergi brotnu hefur nú misst vinnuna og hefur lítil réttindi á vinnumarkaði. Aðstæður þeirra eru ekki góðar í voru samfélagi, frekar en allra þeirra sem eru án atvinnu í landinu, nú um stundir.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband