Hvers vegna Stykkishólmur ?

Opið bréf til Guðjóns Arnars Krisjánssonar formanns Frjálslynda flokksins.Frjálslyndi flokkurinn átti 10 ára afmæli s.l. haust. Flokkurinn fékk tvo menn á þing fyrir 10 árum og árið 2003 og 2007 fjóra þingmenn kjörna. Samt sem áður er flokkurinn í dag með 1.5% fylgi í könnunum.  Hvernig má það vera spyrja margir? Stefnuskrá flokksins er framsækin fyrir land og þjóð
  • Frjálslyndi flokkurinn vill standa vörð um frelsi einstaklingsins, lýðræði og mannréttindi.
  • Frjálslyndi fllokkurinn vill kvótann aftur til þjóðarinnar.
  • Frjálslyndi fllokkurinn vill gera landið að einu kjördæmi.
  • Frjálslyndi flokkurinn vill afnema verðtrygginguna.
  • Frjálslyndi flokkurinn vill standa vörð um íslenskan landbúnað.

Það virðist sem forysta fokksins skorti áhuga á að stækka flokkinn, efla innra starf flokksins og hleypa nýju fólki að. Það liggur ljóHvernig bregst forystan við nýju framboðunum? Jú, hún ákveður að flýja til fjalla með þingið. Það þarf ekki flokksmenn til að sjá að hér er verið að hindra endurnýjun á forystu flokksins. Landsþing í Stykkishólmi á kosningaári, þýðir minni aðsókn, og minni athygli. Allt virðist helst miðast við að engin endurnýjun verði og sömu menn haldi um valdataumana í flokknum, hvað sem það kostar. Hvað veldur ? Ósk um póstkosningu meðal flokksmanna um kjör í embætti flokksins fékk dræmar undirtektir en sú ósk var sett fram í ljósi þess að fjöldi félaga í flokknum hafði látið í ljósi andstöðu sína við staðsetningu þingsins.  Hvað veldur Guðjón Arnar að engin í forystunni sér né hlustar á kall flokksmanna um breytingar? Þýðir eitthvað að safna undirskriftum Guðjón Arnar ? Við viljum sjá Frjálslynda flokkinn opinn og lýðræðislegan flokk þar sem hver getur nýtt sinn lýðræðislega rétt sem flokksmaður í stjórnmálaflokki.  Guðjón Arnar, hver er þín sýn á hið nýja Ísland?   

Guðrún María Óskarsdóttir.                      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Af hverju finnst þér óeðlilegt að landsfundir flokka séu haldnir einhverstaðar annars staðar en í Reykjavík?

Ég myndi styðja flokk sem hefði jafnrétti landshlutanna í fyrirrúmi í stefnuskrá sinni og héldi sína landsfundi til skiptis í landshlutunum

Það er ekkert lengra fyrir Reykvíkinga að ferðast til Stykkishólms en fyrir Snæfellinga að ferðast til Reykjavíkur, það veist þú Guðrún María.  Svo er styttra fyrir Vestfirðingana og Norðlendinga líka að fara í Stykkishólm en til Reykjavíkur

Sigrún Jónsdóttir, 16.2.2009 kl. 00:09

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Sigrún.

Ég veit ekki um neinn flokk sem hefur haldið landsþing sitt utan höfuðborgarsvæðisins. Í mínu kjördæmi Suðvesturkjördæmi eru á fjórða þúsund atkvæði í síðustu kosningum til þings til handa flokknum.

Er betra að fleiri aki út á land en að færri komi til Reykjavíkur eins og staða landsbyggðar er í dag ? Sjálf vildi ég sjá þá stöðu allt aðra en því miður er það staðreyndin.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.2.2009 kl. 00:20

3 Smámynd: Kristin Á.Arnberg Þórðardottir

Ætli flokkforustan sé ekki að reyna að koma í veg fyrir að önnur

eins hryðjuverkaárás eins og átti sér stað á Hótel Loftleiðum á

sínum tíma endurtaki sig.Ég væri allavega ekki hissa

Kristin Á.Arnberg Þórðardottir, 16.2.2009 kl. 00:21

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég veit um flokk sem hélt sína landsfundi úti á landi.  Það var Þjóðarflokkurinn og ég sótti alla fundi á hans vegum  Það var flottur flokkur með frábær málefni....ég sakna hans.

Sigrún Jónsdóttir, 16.2.2009 kl. 00:28

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Kristín.

Ertu að meina þingið 2007 þegar núverandi forysta var kjörin ?

Sigrún.

Hvaða flokkur er það og hvar hélt hann landsþing ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.2.2009 kl. 00:30

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þjóðarflokkurinn var stofnaður upp úr samtökum um jafnrétti milli landshluta.  Hann bauð fram x2 í alþingiskosningum á 9. áratugnum, man ekki alveg í augnablikinu hvaða ár.

Landsþing sem ég sótti voru á Akureyri, Stykkishólmi og á Ísafirði minnir mig.

2 af frambjóðendum Þjóðarflokksins komust seinna á þing fyrir aðra flokka.  Þau Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fyrir Kvennalista og Árni Steinar Jóhannsson fyrir VG. Góðir þingmenn, bæði tvö.

Sigrún Jónsdóttir, 16.2.2009 kl. 00:45

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já einmitt Sigrún.

Hann hefur semsagt ekki náð mönnum á þing, þessi flokkur.

kv.Guðrún María

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.2.2009 kl. 00:53

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hahaha...ég heyri vandlætinguna  Þú yrðir ekki góður formaður stjórnmálaflokks.

BTW, Jóna Valgerður er systir þíns núverandi formanns

...Og þótt flokkurinn kæmi ekki manni á þing, hafði framboð hans tilætluð áhrif á loforðaflaum annarra flokka....en þeir gleymdu að sjálfsögðu þeim loforðum að kosningum afstöðnum

Sigrún Jónsdóttir, 16.2.2009 kl. 01:09

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Sigrún.

Vandlætingu ????

Ekki var það meiningin en vissulega vantaði spurningamerki hjá mér.

Skoðun þín, fullyrðing, á mér sem formanni sýnist mér hlaðin fordómum þvímiður, því  formaður er ég ekki orðin.

Mér er fullkomlega kunnugt um það að Jóna Valgerður er systir Guðjóns enda á ég ættir mínar að rekja til Önundarfjarðar ásamt ágætum tengslum á Ísafirði og víðar um Vestfirði.

Þér er meira en velkomið að hlægja að mér Sigrún en sjálf hef ég ekki hitt þig innan Frjálslynda flokksins aðeins séð þig í commentum hjá Ásthildi Cesil.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.2.2009 kl. 01:38

10 identicon

Flokkurinn er nú með 1.5% fylgi í könnunum.  Hvernig má það vera ? Svarið er augljóst. Þingmenn flokksins vinna ekki sem ein heild. Þetta vita allir, eftir eru þrír. Það sem er einnig ljóst að flokksmenn eru ekki virkir sem skildi. Ef það á að nást árangur  er það vinna og aftur vinna. Það er ekki nóg að mæta á landsþing og láta það gott heita. Mannskapruinn þarf að vera virkur í baráttunni. Að flytja landsþingið virðist vera ákveðin uppgjöf. Flokkurinn telur sig ekki eiga möguleika nema í Norðvestur og Suðurkjördæmi og vildi því  helst sleppa hinum. Því samkv. reglum er enginn von á jöfnunarþingsæti fyrir flokkinn. “Þau stjórnmálasamtök koma þó ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa minnst fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu.”  

Friðrik Olafs (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 02:11

11 Smámynd: Kristin Á.Arnberg Þórðardottir

Sæl Guðrún.

Já ég er að meina það þing. 

Kristin Á.Arnberg Þórðardottir, 16.2.2009 kl. 09:52

12 Smámynd: Kristin Á.Arnberg Þórðardottir

Það þing verður ávallt flokknum til skammar og ég held að hann

sé ekki alveg búinn að súpa seiðið af þeirri uppákomu sem þar var.

Og út frá því yrði ég ekki hissa þótt þeir færu með þingið út í Grímsey

Kristin Á.Arnberg Þórðardottir, 16.2.2009 kl. 11:31

13 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég er eðlileg nokkuð þekktur í mínum kunningja- og vinahóp sem frjálslyndi fýrinn. Og þá hef ég oft þurft að nota húmorinn og slá á létta strengi þegar verið er að nudda mér upp úr síendurteknum og hlægilegum uppákomum í flokknum þessi 10 ár sem ég hef gengist við því að tilheyra þessum fámenna söfnuði.

En ég verð að segja eins og er; Þetta fer hvað úr hverju að verða hætt að vera hlægilegt þegar maður er farinn að skammast sín fyrir forystuna. Ég taldi að oki hafi verið létt af flokknum þegar honum tókst að losa sig undan því að vera talinn hluti af fjölskyldu Sverris.... en er eitthvað betra að tilheyra fjölskyldu Guðjóns?

Svo er það bara eitt atriði varðandi Guðjón og sumum kann að finnast það léttvægt og enginn ætlar að þora að minnast á. En blessaður maðurinn er bara orðinn svo hræðilega þvoglumæltur og óskýr að eldra fólk sem ég þekki heyrir ekki lengur nema slitrurnar af því sem hann segir.... Svo veit ég að annað fólk sem annars er með ágæta heyrn heyrir heldur neitt; því það er svo upptekið við að velta því fyrir sér hvort maðurinn sé ekki að springa.. hehe

Ég hef alltaf sagt að til að ná árangri þá þarf flokkurinn að láta á sér bera og stunda bullandi markaðssetningu, bæta ásjónu sína og reyna þannig að höfða til almennings. Til þess þarf að sjálfsögðu að hafa eitthvað til að sýna... sem er sýningarhæft... og á stöðum þar sem fjöldinn er til að horfa........það er t.d. þess vegna sem engin flettiskilti eru í Stykkishólmi.   

Atli Hermannsson., 16.2.2009 kl. 12:12

14 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vinstri hreyfingin Grænt framboð hefur haldið sína landsfundi annarsstaðar en í R.vík.En hvað væri að því að halda landsfund til að mynda á Ísafirði.Þar eru fín hótel og gististaðir.Það myndi kannski þjappa fólki saman og Frjálslyndi flokkurinn myndi kannski kasta þjóðnýtingarstefnu sinni í sjávarútvegi sem færir allann kvóta til R.víkur,og myndi viðurkenna það að útgerðaraðilar  á Íslandi sem hafa keypt um 90 prósent af sínum aflaheimildum eiga þær til hagsbóta fyrir landsbyggðina.R.vík er útkjálki sem búin er að setja landið á hausinn.

Sigurgeir Jónsson, 16.2.2009 kl. 23:39

15 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það sem er að drepa Frjálslynda flokkinn er fyrst og síðast þjóðnýtingarstefna hans í sjávarútvegi.Eftir því sem flokkurinn veifar henni meira því minna er fylgið.Frjálslynt fólk á Íslandi verður að fara að viðurkenna þessa staðreynd og búa flokknum frjálslynda stefnu hægramegi við miðju.Ef það hefði verið gert í tíma væri flokkurinn viss með 10 þingmenn.En það getur verið tími til þess en.

Sigurgeir Jónsson, 16.2.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband