Hvað ert þú að vilja upp á dekk Jón Baldvin ?

Það hlaut að koma að því að ég og Ingibjörg Sólrún yrðum sammála um eitthvað og það atriði að Jón Baldvin bjóði sig fram sem riddara á hvítum hesti í íslensk stjórnmál, er eins og að horfa á ævintýrið um hin nýju föt keisarans.

Maður sem þáði sendiherrastöðu erlendis í tíð Sjálfstæðis og Framsóknarflokks og tók að hluta til þátt í hinum miklu útrásarævintýrum sem komið hafa þjóðinni á kaldan klaka.

Öfugmælavísurnar gömlu koma einnig upp í hugann.

" Séð hef ég köttinn syngja á bók,

   selinn spinna hör í rokk,

   Skötuna elta skinn í brók,

   Skúminn prjóna smábarnssokk. "

Þinn tími er liðinn, Jón, leyfðu öðrum að komast að.

kv.Guðrún María. 

 

 


mbl.is Jón vill að Ingibjörg víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband