Fróðlegur fundur um Evrópumál í dag.

Ragnar Arnalds frá Heimsýn kom til okkar á súpufund í dag með fyrirlestur um Evrópusambandið og margt mjög fróðlegt kom fram í fyrirlestri hans um þau hin sömu mál.

Hann minntist meðal annars að það atriði að upptaka evru sem mjög væri rædd í þessu sambandi kynni að taka okkur Íslendinga um það bil tíu ár, sökum þess að við uppfylltum ekki skilyrði til þess hins arna.

Jafnframt ræddi hann valdaafsal yfir fiskimiðunum , sem hann sagði algjört í raun.

Við Íslendingar myndum fá 6 þingmenn af 750 á Evrópuþingið ef til aðildar kæmi og áhrif í samræmi við það . 

Í ljósi þess mætti íhuga þá lýðræðisskerðingu sem ferli ákvarðanatöku og boðleiðir fælu í sér.

fundurinn var fróðlegur.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón Frímann.

Þetta er rangt hjá þér að Ragnar sé ómarktækur, með sama móti mætti segja að þú værir algjörlega ómarktækur til umræðu um þessi mál.

Raunin er sú að það hefur hver maður leyfi til þess að mynda sér skoðun á Evrópusambandinu en mismunandi er hver hefur kynnt sér málin til hlýtar og hver ekki .

Ragnar hefur yfir að búa fróðleik um þau hin sömu mál.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.2.2009 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband