Um daginn og veginn.
Laugardagur, 24. janúar 2009
Ţađ er skammt stórra högga á milli hjá ráđamönnum ţjóđarinnar ţessa dagana, og heitt og innilega óska ég Geir Haarde góđs bata, rétt eins og Ingibjörgu Sólrúnu í hennar veikindum.
Viđ stöndum frammi fyrir erfiđum úrlausnarefnum Íslendingar, ţar sem lykilorđiđ er samvinna út úr vandanum, samvinna er grundvallast af virđingu. Ţá hina sömu samvinnu ţekkja Íslendingar hins vegar illa eđa ekki, ţar sem hver um annan ţveran, veit allt manna best og rífst viđ nćsta mann um algjör smáatriđi á kostnađ annarra og stćrri viđfangsefna oft og iđulega.
Tugir " sérfrćđinga " hlaupa nú fram völlinn, allir međ sinn eigin bolta og leikurinn verđur skringilegur fyrir sjónum almennings. Eftir hrun efnahagslífsins hafa aldrei komiđ fleiri fram ađ segja okkur hvađ hafi " átt " ađ gera. Hvar voru ţeir međan á markađsdansleiknum stóđ ?
Vandamál stjórnmálaflokka hingađ til hefur veriđ ađ fá fólk til starfa í stjórnmálum, ţ.e. ađ fólk hefđi tíma aflögu til ţess ađ taka ţátt í ţví ađ móta sitt samfélag. Einungis fyrir kosningar hverju sinnii hefur veriđ hćgt ađ fá fólk á fundi ađ mínu viti, ţess á milli afar erfitt.
Međan ađ slíkt áhugaleysi hefur ríkt gagnvart stjórnmálasviđinu hafa ţví fćrri einstaklingar mótađ stefnumál í einu ţjóđfélagi til lengri og skemmri tíma, sem er slćmt ţví sannarlega á hver einasti mađur ađ taka ţátt í ţví ađ móta sitt samfélag.
Hiđ sama áhugaleysi um nauđsynlegar umbreytingar hefur einnig ríkt gagnvart ţeim kerfum sem mađurinn hefur búiđ til og komiđ hefur í ljós ađ reynst hafa í besta falli illa starfandi og versta falli ónýt svo sem kvótakerfi sjávarútvegs ţar sem menn reyna enn ađ bera sól í húfum inn í bćinn.
Endalausum tíma og peningum hefur veriđ eytt í ţađ ađ skilgreina og skilgreina alla skapađa hluti jafnt mögulega sem ómögulega sem engan veginn hefur veriđ notađ og nýtt til betrumbóta ţegar upp er stađiđ en stofnanavćđing undir formerkjum ţess hins sama er álitamál á sama tíma og ellilífeyrisţegar lifa varla af lífeyri sínum.
Gćti haldiđ endalaust áfram en lćt ţetta nćgja.
kv.Guđrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.