Umræða um Evrópusambandið, aldrei eins ótímabær og nú um stundir.

Það atriði að reyna að ræða um kosti og galla Esb, beint ofan í efnahagslegt öngþveiti innanlands, er sannarlega ekki sá tími sem slík umræða ætti að fara fram í.

Pólítískur hráskinnaleikur Samfylkingar sem vill ganga í Evrópusambandið einn flokka hér á landi enn sem komið er, litar umræðuna og formaður flokksins, utanríkisráðherra í ríkisstjórninni, hefur reynt að segja samtarfsflokknum fyrir um hvaða niðurstöðu Sjálfstæðisflokkurinn skuli komast á á landsþingi , ef ekki skuli koma til stjórnarslita.

Hér er um að ræða lélegan loddaraleik í stjórnmálum eins og við höfum oft og iðulega upplifað hér á landi, og sama má reyndar segja um ákvörðun Sjálfstæðismanna að flýta landsþingi til þess að skoða Evrópumál.

Báðum þessum flokkum í ríkisstjórn hefði verið nær að tilkynna hvenær gengið yrði til kosninga hér á landi til þess að sitjandi stjórnvöld geti endurnýjað umboð sitt við landsstjórnina ellegar vikið eftir það sem á undan er gengið.

Allt annað er smjörklípa.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Og það hjákátlegasta er í öllu þessu er Guðrún að Samfylkingin hefur enn ekki komið fram með samningsmarkmiðin sæki Ísland um ESB. Einn samfylkingsmanna vakti athygli á þessu í blaðagrein fyrir helgi
og túlkar forystu Samfylkingunnar umboðslausa frá flokksmönnum
að sækja um aðild að ESB. Því samningsmarkmiðin vanti!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.12.2008 kl. 01:44

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Guðmundur, það er alveg hárrétt, samningsmarkmiðin þau er allsendis ekki að finna hjá Samfylkingunni, menn koma af fjöllum aðspurðir eins og ég hefi hlýtt á hjá varaformanni nú fyrir skömmu í útvarpsviðtali.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.12.2008 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband