Íslenzkt hveiti undan Eyjafjöllum á boðstólum.

Má til með að vekja athygli á íslenskri framleiðslu úr minni heimasveit undir Austur- Eyjafjöllum, en ég fékk þetta sent í pósti áðan.

 

Allt frá árinu 1960 hafa tilraunir með kornrækt verið stundaðar á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Það er okkur sönn ánægja að hveiti frá Þorvaldseyri er loks tilbúið til sölu og verður selt í fyrsta skipti í heilsubúðinni Góð heilsa gulli betri að Njálsgötu 1 í Reykjavík.

Kornrækt er á 45 hekturum, en þar af hveiti á 5 hekturum lands. Sáð var í lok júlí á liðnu ári, en hér er um að ræða sérstakt hveiti sem þolir veturinn. Uppskeran var síðastliðinn oktober, en eftir að hveitið er þreskt er það þurrkað með heitu vatni úr borholu á bóndabænum sjálfum. Síðan er kornið hreinsað og malað með sérstakri steinkvörn.

Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri verður í heilsubúðinni Góð heilsa gulli betri á laugardaginn 06. des. milli 14:00 og 16:00, en hann mun halda sérstaka kynningu og bjóða upp á nýbakað brauð og vöfflur úr íslensku hveiti. Það er okkur sérstök ánægja að geta boðið upp á þessa einstöku íslensku afurð, og vonum við að okkar viðskiptavinir taki vel við þessari mikilvægu nýsköpun í íslenskum landbúnaði.

Við bjóðum alla hjartanlega velkomna!  "
kv.gmaria.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband