Eftirlit með spennistöðvum !

Þetta er hörmulegt, en svo vill sú er þetta ritar kom heim einn dag, nú í vor og sá að börn stóðu við opna spennistöð sem stendur rétt við húsið hér, þar sem þau stóðu við opna hurðina.

Ég var ákveðin og sagði þeim að þarna mættu þau alls ekki koma nærri og beið meðan þau fóru úr augsýn á brott. Fór svo inn til mín og hringdi í áhaldahús í Hafnarfjarðarbæ og tjáði þeim að hér stæði opin spennistöð fyrir utan.

Maðurinn sem svaraði sagðist skyldu koma þessum ábendingum á framfæri til réttra aðila.

Það liðu hins vegar klukkustundir frá því ég hringdi og þar til menn komu að laga hina ónýtu hurð á spennistöðinni en ég var þann tíma með gluggavakt á því atriði hvort þar kæmu börn nærri.

Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort ekki sé hægt að setja kerfi í gang sem sendir boð til aðila ef hurðir eru brotnar upp á slikum hættusvæðum.

kv.gmaria.

 


mbl.is Barn fékk mikið raflost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband