Komin heim í heiðadalinn úr Svíaríki.

Flaug úr sólarlagi í Kaupmannahöfn í gærkveldi, inn í sólarupprás að nýju hér norðar, afar sérstakt, en ferðin til Svíþjóðar var afar ánægjuleg í alla staði, og yndislegt að hitta fjölskyldumeðlimi á erlendri grund og sjá samfélagsumgjörðina sem til staðar er í Krónubergsléni.

Skipulagsmálin vöktu meðal annars athygli mína varðandi það að vera ekki að troða bílum beint upp að húsum, svo ekki sé minnst á lestarsamgöngur en í gær tók ég lest frá bænum Alvesta beint á Kastrup sem var afar þægileg ferð. Þvílíkur bílasparnaður sem þar er um að ræða.

Jafnframt vakti það athygli mína að varla sá ég jeppa á ferð á akvegum, ellegar bílastæðum, bara ekki. Margt margt fleira var það sem maður spekúleraði og spáði í en eftir stendur ánægja af samvistum við fjölskylduna og hinni miklu gestrisni sem ég naut þar ytra.

R0010148.JPG

Hér er Lammen, eitt vatna á svæðinu.

R0010172.JPG

Göngu og hjólreiðastígar við húshornið.

R0010152.JPG

Litla frænka þurfti að sjálfssögðu að keyra vagninn sinn sjálf smá spöl.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ velkomin heim. Það var sko æðislegt að hafa ykkur hérna og er hún litla frænka nú aðeins búin að leita af Gunnu frænku og Birgir. Ég setti inn æðislegar myndir af ykkur frænkum endilega skoðaðu. Hlökkum til að fá ykkur í heimsókn aftur kveðja Hanna og co.

Hanna Stína (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 20:38

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Hanna,  og takk fyrir okkur, flottar myndir, farin að hlakka til að koma næst.

kær kveðja.Gunna.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.6.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband