Ísland fullvalda þjóð til framtíðar.

Ég óska landsmönnum til hamingju með daginn, dag sem að vissu leyti er nú haldinn hátíðlegur í skugga efnahagslegra þrenginga, en einnig með ríkisstjórn við stjórnvölinn þar sem hluti stjórnarherra vill færa á brott fullveldi þjóðar til sjálfsákvarðanatöku um eigin mál í hendur ríkjabandalags Evrópuríkja í Brussel.

Eitt er að hafa vald í eigin hendi og annað að missa það frá sér, hversu vel eða illa svo sem hið sama vald er meðfarið hverju sinni.

Þar deili ég sömu skoðun með LÍÚ, varðandi það atriði að innganga Íslands í Evrópusambandið er EKKI Á DAGSKRÁ að svo komnu máli, varðandi framsal sjálfsákvarðanatöku og afsali yfirráða yfir fiskimiðunum kring um landið.

Við getum breytt flestu hér innanlands okkur sjálfum til hagsbóta, en til þess þarf kjark til ákvarðanatöku um umbreytingar sem alla jafna fela í sér þróun fram á víð.

Sá kjarkur er illa eða ekki sýnilegur meðal sitjandi ráðamanna við stjórnvöl landsins, þar sem á stundum virðist það næstum venjulegt að gera eitthvað þegar allt er komið í óefni ekki fyrr og aldrei að reikna of mikið fram í tímann, hvað þá taka áhættu um nýjungar í stefnumótun.

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking munu engu breyta saman, þar þarf aðra flokka til.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband