Friður og kyrrð, virðing og kærleikur.

Það er ótrúlegt að upplifa það hér í Smálöndum Svíþjóðar að finna sams konar frið og kyrrð og finna má í sveitum lands á Íslandi, með annars konar umgjörð en eigi að síður hinn dásamlega frið og kyrrð sem er svo nauðsynlegur þáttur andlegrar næringar í nútíma lífi mannsins.

Hér er það skógur sem umlykur allt um kring og skipulagning íbúðabyggða tekur mið af því að bílar séu ekki upp að húsunum heldur spölkorn frá þannig að ónæði af bílaumferð er ekki fyrir hendi og ekki heyrist bílhljóð heldur einungis fuglasöngur úr skóginum.

Hej, hej, , segir hver einasti maður sem maður mætir á labbi um nágrennið, líkt og how are you í Ameríku sem er afar vinalegt og verður að teljast til virðingar fyrir nágrannanum og innlegg í kærleikssjóðinn sem við öll eigum.

Því til viðbótar eru hér yngstu meðlimir fjölskyldu minnar sem sjá til þess að halda þeim eldri uppteknum við efnið sem er að upplifa þroskastig mannsins öll frá frumbernsku fram á fullorðinsár, sem hvarvetna gerist í veröld vorri með tilheyrandi kærleiksinnleggi í fjölskyldusjóðinn til framtíðar.

Heima eru aðrir ungir fjölskyldumeðlimir og fulltrúar þeirra að hugsa um heimakotið fyrir mig og mína meðan maður ferðast af bæ, með innlegg í kærleikssjóðinn.

Kærleikur og virðing er kristall vorra tíma hvarvetna og auður af hálfu sinna nánustu.

Kyrrð og friður er andleg næring sem ekki fæst keypt í pilluglasi eða fyrirfram prógrömmum hvers konar.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl mín kæra. Gott að þú ert að fíla Svíþjóð. Passaðu þig bara á strákunum, þeir eru nokkuð kræfir svíarnir. Annnað en friðurinn hérna heima hahaha bara að stríða. kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.6.2008 kl. 23:14

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Kolla.

Hér er það ungviðið sem heldur athyglinni þ.e yngsti meðlimur fjölskyldunnar á öðru ári alveg yndislegt.

Það er annars undursamlega fallegt hérna og mikil kyrrð, með ólíkindum satt að segja.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.6.2008 kl. 23:40

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já ég veit. Skemmtu þér vel mín kæra.. þú átt það skilið

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.6.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband