Alþingi Íslendinga fékk ekki að fjalla um svar stjórnvalda til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna .
Þriðjudagur, 10. júní 2008
Formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis lætur hafa það eftir sér á einhverjum fréttamiðli í dag að sá hinn sami telji mikilvægt að allir komi að endurskoðun kvótakerfis sjávarútvegs, en sá hinn sami stóð ekki fyrir því að Alþingi fengi að fjalla um svar Íslands til Mannréttindanefndarinnar.
Hvernig lítur það hið sama svar út í heild og hvaða röksemdir hefur ríkisstjórnin sent erlendis án þess að kjörnir fulltrúar fái augum að líta svarið áður.
Hér er um að ræða mál af þeirri stærðargráðu að varðar alla þjóðina og því með ólíkindum að svar Íslendinga skuli ekki hafa verið birt öllum kjörnum fulltrúum þjóðarinnar á þingi.
Orð formanns Samfylkingar í síðasta Silfri Egils þess efnis að Íslendingar gætu bara svarað að þeir væru að gera " eitthvað " ..... að virðist með það helst að markmiði að láta það ekki trufla mikið önnur störf ríkisstjórnar hvers konar, skyldi þó aldrei gera það að verkum að allt starf við framboð til Öryggisáðs Sameinuðu þjóðanna strandaði á þeirri hinni sömu afstöðu vegna andvaraleysis í þessu stóra máli.
Það yrði vægast sagt skipstrand núverandi ríkisstjórnarflokka.
kv.gmaria.
Svar sent til mannréttindanefndar SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
hvenær ætlar fólk að vakna, þetta eru alltaf vinnubrögð Geir Haarde
Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 01:48
Jú jú Geir á að heita að standa við stýrið á þjóðarskútinni, þótt sú viska að ´til þess að stjórna ökutækinu sé gott að beygja stýrinu, sé illa eða ekki sýnileg af hans hálfu, þá stendur hann þarna ennnþá.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 10.6.2008 kl. 02:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.