Þarf að endurmeta stærðarhagkvæmnisforsendur atvinnuvega á Íslandi ?

Töfraorð hins meinta markaðssamfélags hér á landi undanfarin misseri hafa verið tvö, FÆKKUN OG STÆKKUN. Það er hins vegar álitamál hvort slíkt á rétt á sér þegar svo er komið að hugsanlega kann mörg þúsund tonna fiskiskip að eyða miklu olíumagni við leit að fiski við landið, meðan smærri útgerðareiningar hafa verið aflagðar til þáttöku að miklu leyti.

Hvers konar ofur tóla og tækjavæðing hvort sem um er að ræða sjávarútveg eða landbúnað útheimtir óhjákvæmiega olíuna sem stóran þátt verðlagningar í framleiðslunni sem hlýtur að kalla á áhorf stjórnvalda fyrr eða síðar á það hið sama atriði.

kv.gmaria.


mbl.is Olíuverð í hæstu hæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú sest nú niður og veltir fyrir þér ólíkri stöðu sjávarútvegs og landbúnaðar í landinu þá gæti það einmitt stafað af því að í sjávarútvegi hefur ekki verið spornað við eðlilegri þróun og framgangi rekstrarhagræðingar m.a. með stærri rekstrareiningum og sérhæfingu.  Það er ekkert slíkt á ferðinni í landbúnaði enda er það ekki samkeppnishæf atvinnugrein lengur.  Þeir sem hana stunda teljast undir fátækramörkum og verð afurðanna er langt yfir því sem hægt er að kaupa samskonar vöru á í útlöndum og burðast með hana til Íslands.  Að mínu viti er það einhver kórvilla þessi lofsöngur um trillubátaútgerð og hamingjusama bóndann sem heldur nokkrar skepnur í bakgarðinum - frá þjóðhagslegu sjónarhorni.

Grétar (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 06:38

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nei. Athugasemd Grétars segir allt sem segja þarf.

Sigurgeir Jónsson, 6.5.2008 kl. 14:55

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér hér GMaría, það er stórkostlega vanmetnar litlu einingarnar í þjóðfélaginu, það er sannað að litlar mælieiningar eru hagkvæmari en þær stóru.  Litlu einingarnar skila meiru af sér en þær stóru, og eru í nánara sambandi við hinn almenna launamann í þjóðfélaginu.  Þetta er því alveg laukrétt ályktað hjá þér. Ég blæs á svona innlegg eins og hér að framan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já ég er nú alveg viss um það Cesil.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.5.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband