Ferðalag í Rangárþing.

Fór á laugardaginn austur í sveitina mína milli sanda, Eyjafjallasveit, þar sem menn hafa tekið til við að plægja akra, sem hluta af vorverkum. Veiðibjallan kemur fagnandi eins og venjulega, þegar maðurinn hefur auðveldað aðgengi með þessu móti að fæðuöflun. Set hér inn mynd sem tekin var við slíkt tækifæri.RIMG0003.JPG_0001

Það er nú hins vegar alltaf ósköp gaman þegar náttúran hefur klæðst sínum græna búningi og einhverja mynd er að finna í safninu þar skrúðinn er grænn.

RIMG0021.JPG

Þetta er heldur sumarlegra , en fjallið framan við Eyjafjallajökulinn heitir Lambafell og þar inn í dalnum er Seljavallalaug.

RIMG0001.JPG

Miðnætursólin varpar dulúðlegum blæ bak við jökulinn.

Árstíðirnar hafa allar sinn sjarma í sömu staðháttum.

Sonur minn kom með mér þar sem hann hitti frænku sína sem alltaf var með honum í sveitinni þegar þau voru pínulítil, og svo var allra yngsta kynslóðin upptekin við að upplifa allt sem hægt var að upplifa í frelsinu.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband