Um daginn og veginn.

Var í afar ánægjulegri rauðmagaveislu í Grindavík i kvöld, hjá Bæjarmálafélagi Frjálslynda flokksins, á staðnum. Íslenskt sjávarfang er einstakt, og snilldarleg matreiðsla á sjávarafurðum okkar er auðlind.

Hafi Grindvíkingar þakkir fyrir sína framtakssemi.

Vorveður í lofti og brátt taka tjaldur, hrossagaukur og stelkur til við sinfóníuaríu sína sem er svo undur nærandi í kyrrð eins og i kvöld.

Sams konar friðsæld er einnig að finna í mínum huga við flögrandi mávager yfir skipi að sigla í höfn, eins og sjá mátti í Grindavík i kvöld.

Guðjón Arnar, Grétar, Jón, Magnús Þór og Sigurjón, Kristinn H, og Kolla.. og við öll hin áttum ánægjulega stund í Grindavík í rauðmagaveislunni.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta hefur verið skemmtilegt kvöld GMaría mín.  Og í hópi góðs fólks greinilega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2008 kl. 11:06

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sem betur fer er vorblærinn og öllu því sem honum fylgir  ætíð
kærkominn . - Já raunar náttúran öll í allri sinni dýrð.

Er ekki allt af sama meiði þegar  grant er skoðað !

Upphafið var nú eitt  að morgni tímans!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.4.2008 kl. 21:43

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Guðrún María.Ég öfunda þig af rauðmagaveislunni.Kær kveðja úr Eyjum

Ólafur Ragnarsson, 20.4.2008 kl. 00:15

4 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Satt segir þú, kvöldið í Grindavík var ánægjulegt hjá Frjálslynda flokknum þar á staðnum. Íslenski fiskurinn bregst aldrei.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 20.4.2008 kl. 11:41

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl skvísa já takk sömuleiðis fyrir góða stund í Grindavík. Alltaf gaman að hittast og syngja saman.. sjáumst fljótlega kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.4.2008 kl. 22:47

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl öll og takk fyrir síðast í Grindavík til þeirra sem þar voru.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.4.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband