Frjálslyndi flokkurinn og baráttan gegn þjóðhagslega óhagkvæmu kvótakerfi sjávarútvegs.
Föstudagur, 18. apríl 2008
Baráttunni fyrir breyttu skipulagi fiskveiðistjórnunar er langt í frá lokið, því enn sitja við völd menn sem vilja viðhafa óbreytt skipulag. Frjálslyndi flokkurinn hefur nú í tæpan áratug átt fulltrúa á Alþingi Íslendinga, sem ötullega hafa lagt sitt af mörkum til þess að benda á nauðsynlegar breytingar til bóta .
Ef Alþingi hefði eygt sýn á það atriði að hægt væri að leiða í lög að heimila einum trillusjómanni með tvær handfærarúllur aðgengi að Íslandsmiðum til veiða sem ekki ógnar fiskistofnum eðli máls samkvæmt, likt og Frjálslyndi flokkurinn hefur flutt frumvarp um frá upphafi, þá stæðum við ekki frammi fyrir mannréttindabrotum á þegnum landsins í sjávarútvegi, aðalatvinnugrein þjóðarinnar frá örófi alda.
Þannig er nú það.
Íslendingar eru seinþreyttir til vandræða en andstaðan við núverandi kvótakerfi er skiljanleg í ljósi þeirra offarsaðgerða stjórnvalda sem kerfisskipulagið innihélt frá upphafi og með síðari breytingum um framsal milli aðila sem eru mestu stjórnmálamistök sem gerð hafa verið á Íslandi í formi þjóðhagslegrar verðmætasóunar.
Taka þarf saman í sögulegu samhengi stofnun hlutabréfamarkaðar og innkomu sjávarútvegsfyrirtækja þangað um tíma þáttöku lífeyrissjóðanna og brotthvarf þeirra þaðan síðar. Það er ágætt verkefni fyrir rannsóknarblaðamenn í faginu.
Vísindarannsóknir á miðunum , tenging rannsókna við fjármagn hvers konar í fjárveitingum þingsins og athafnasemi þar að lútandi er einnig verðugt verkefni að skoða svo ekki sé minnst á viðhorf manna og vitund þess efnis að skoða mál frá grunni með þjóðarhag í farteskinu.
Deilur manna um keisarans skegg innan Frjálslynda flokksins frá upphafi blikna og eru hjóm eitt í þessu sambandi, svo mikið er víst, hver sem á í hlut á hvaða tíma.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svo merkilegt sem það má virðast kjósa flestir að þegja þunnu hljóði þegar kemur að þessari umræðu. Mér finnst fjölmiðlar engan veginn sinna sinni rannsóknarblaðamennsku nægilega vel.
Hallgrímur Guðmundsson, 18.4.2008 kl. 02:58
Alveg rétt Hallgrímur.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 18.4.2008 kl. 03:00
Ja þarnar svífur þögnin ein yfir vötnum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2008 kl. 00:54
Hvenær var svo þetta frumvarp lagt fram ?
Briet (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.