Samgöngumál Vestmanneyinga.

Munu kostnaðaráætlanir við gerð hafnar í Bakkafjöru sem samgöngutækis til handa Vestmanneyingum standast, eða kann þar að vera annað Grímseyjarferjuævintýri á ferð ?

Mun þessi höfn nýtast Vestmanneyingum sem samgöngumannvirki, eða verða endalausar tafir á ferjusiglingum vegna veðra og aðstæðna ?

Hér er fyrst og fremst um að ræða framkvæmd sem sett er á fót til þess að þjóna samgöngum til Vestmannaeyja og íbúa eyjannna í upphafi því skyldi ekki gleyma.

Frumvarp til laga, liggur nú fyrir af hálfu samgönguráðherra þess efnis að ríkið muni verða eigandi að höfn þessari, en ekki heimamenn á svæðinu, sem aftur þýðir yfirstjórn fjarri aðstæðum að öllum líkindum.

Fyrst og síðast eru það hagsmunir íbúa í Eyjum um bættar samgöngur sem málið snýst um, til langframa með mati á því hinu sama, hvað varðar kostnað hins opinbera af slíkum framkvæmdum sem þjóna skulu íbúum, og nýtingu þeirra um framtíð.

Hagsmunir skattgreiðanda í landinu eru þeir að hér sé um raunhæfa samgöngubót að ræða.

Mál þetta ætti þvi eðlilega að ganga yfir allar þverpólítiskar línur varðandi mati á framkvæmd mála.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

En gerir það ekki . kv .

Georg Eiður Arnarson, 17.4.2008 kl. 06:31

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottar hugleiðingar, og sennilega margt sem ekki fellur rétt þarna, það var góður punktur hjá Jóhanni eða Kela minnir mig að leiðin til Reykjavíkur, þangað sem flestir eru jú að fara frá Vestmannaeyjum, lengist við að hafa höfn í Bakkafjöru.  Svo það er ekki verið að hugsa um ferðamennina sjálfa, heldur virðist eitthvað annað ráða för þar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 09:54

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Mér finnst mikil nauðsyn á því að það verði boðin út smíði á nýjum Herjólfi stærri og hraðskreiðari og byggja stórskipahöfn i eyjum.

Guðjón H Finnbogason, 17.4.2008 kl. 19:29

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sporin hræða hafandi Grímseyjarferjuævintýrið í huga. Vonandi að
menn reikni réttar í þetta sinn og standi betur að málum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.4.2008 kl. 20:47

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er svo margt sem mælir á móti þessu.  Ég er "drulluhræddur" við þetta!

Jóhann Elíasson, 17.4.2008 kl. 21:35

6 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Guðrún, tek heilshugar undir þín skrifuðu orð.   Orð Guðmundar, sporin hræða, hræða mig svo sannarleg.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 18.4.2008 kl. 01:40

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já sporin hræða Ásgerður það er alveg rétt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.4.2008 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband