Að vega og meta, meiri hagsmuni fyrir minni, er síendurnýjanlegt verkefni stjórnmálamanna.

Hvalveiðar Íslendinga eru í sviðsljósinu og ekki á mjög svo jákvæðan máta því miður. Spurningin er hins vegar sú, þurfti einhverjum að koma það á óvart að svo sé ? Stjórnvöldum, almenningi ?

Hvers vegna höfum við ekki stundað þessar veiðar síðan hvalbátum var sökkt á sínum tíma sem var árás á Ísland og íslenska athafnastarfssemi ? Var það rétt að láta öll þessi ár líða í aðgerðaleysi ?

Tímarnir breytast og mennirnir með og þótt engin vísindalega rök mæli móti þvi  nú sérstaklega að við veiðum nokkra hvali, þá er það því miður þannig að við eiginlega verðum að sýna fram á það að sérstakir hagsmunir þjóðar liggi þar að baki, sökum þess að hin tilfinningalega vitund umheimsins gagnvart veiðum þessum, gerir það að verkum að sýna þarf fram á það að málið snúist um þjóðarhagsmuni í raun, gagnvart umheiminum.

Við sýnum varla valdið til sjálfsákvarðana , bara til að sýna það út í frá einhvern veginn, það er ekki alveg nógu skynsamlegt að ég tel. Eins mjög og ég er þó fylgjandi því að við stöndum vörð um okkar rétt til sjálfsákvarðanatöku hvers konar.

 kv.

gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband