Eru byggðasjónarmiðin í " nýju fötum keisarans " ?
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Það er verkefni stjórnvalda á hverjum tima að sjá til þess að nýta þjóðhagsleg verðmæti sem uppbyggð hafa verið fyrir almannafé um land allt og stuðla að atvinnustefnumótun með það hið sama að markmiði.
Hefur það verið raunin hér á Íslandi ? Svar mitt er nei.
Hvoru tveggja hefur skipulag kerfa í sjávarútvegi og landbúnaði á sama tíma unnið gegn atvinnusköpun á landsbyggðinni nú í tæpa þrjá áratugi.
Nýliðiun í báðum þessum atvinnugreinum hefur verið gerð nær ómöguleg til aðkomu fyrir landsmenn og þeir einir sem hafa haft yfir nógu stórum framleiðslueininingum að ráða setið einir að framleiðslunni.
Fólki hefur verið talin trú um að hér væri hagræðing á ferð þrátt fyrir gífurlegan fjármagnskostnað í formi alls konar tæknivæðingar, í báðum atvinnugreinum með einhliða áhorf á stórar framleiðslueiningar eingöngu.
Stjórnvöld hafa horft aðgerðalaus á þróun gömlu atvinnuvegakerfanna ekki hvað síst annmarka kvótakerfisins þar sem óheft framsal aflaheimilda millum útgerðaraðila ( mestu stjórnmálamistök síðustu aldar ) færði brott atvinnu fólks á einni nóttu.
Þvíumlíkt Matadorspil datt engum í hug að hið háa Alþingi myndi nokkurn tima fela í lagaramma.
Göngum og vegabótum hefur verið lofað fram og til baka ár eftir ár þótt fólkið hafi farið á mölina og ekki hafst undan að sinna nauðsynlegum vegabótum innanbæjar eins hjákátlegt og það nú er.
Ekki hafa allir setið við sama borð hins vegar hvað þetta varðar.
Göng og vegabætur eru hins vegar hluti af nútíma þjónustu samgöngulega en skapa ekki atvinnu til framtíðar, og kerfin þarf því að endurskoða og endurskipuleggja með það að markmiði að viðhalda byggð í landinu ásamt verkefnum í nýsköpun sem verja þarf til fjármagni að þróa.
Það eru hagsmunir landsmanna allra að halda landinu í byggð með atvinnu jafnt höfuðborgarbúa sem landsbyggðar.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Held að byggðarsjónarmið núverandi stjórnvalda séu ekki í neinum
fötum! Halda má alla vega að núverandi byggðamálaráðherra sé
á einhverju undarlegu tíðnisviði þegar hann tjáir sig um þau mál.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.3.2008 kl. 21:26
Já það er rétt Guðmundur, nokkuð undarlegt tíðnisvið á stundum.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 26.3.2008 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.