Við Íslendingar þurfum ekki utanaðkomandi aðstoð til þess að stjórna landinu.

Ég er andvíg aðild að Evrópusambandinu einfaldlega vegna þess afsals á fullveldi sem slíkt felur í sér enn sem komið er til handa vorri þjóð.

Málflutningur þess efnis að ástandið sé svona og svona slæmt hér innanlands og ÞESS VEGNA, þurfum við að sækja um aðild er, afdala lélegur og ber einungis vott um viljaleysi og uppgjöf, til þess að breyta því sem þarf hér innanlands til hagsbóta almenningi í landinu.

Samfylking sem settist í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki að afloknum síðustu kosningum talar hátt og víða um aðild að Evrópusambandinu en sá flokkur hafði nota bene ekki nokkra stefnu frá upphafi í farteski um til dæmis kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi. ENGA,

Formaður flokksins var úti að aka í umræðum um þessi mál í kosningum 2003 en gekk á frægan sáttafund LÍU þar sem flokkurinn án skoðana vildi sættast á ómögulegt kerfi.

Skortur á stjórnmálarýni hefur gert það að verkum að menn hafa ekki dregið fram þær staðreyndir sem hér eru nefndar en fjölmiðlar eru alla jafna uppteknir við dægurþrasið í stað þess að kíkja á skóginn fyrir trjánum á stjórnmálasviðinu.

Einhvern tíma í Íslandssögunni hefði það þótt tíðindum sæta að stjórnmálaflokkur væri starfandi án skoðunar á skipan mála í sjávarútvegi þjóðarinnar.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Meir en 100% sammála!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.3.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Halla Rut

Ég er 100% sammála og fannst þetta sérstaklega gott hjá þér: "Málflutningur þess efnis að ástandið sé svona og svona slæmt hér innanlands og ÞESS VEGNA, þurfum við að sækja um aðild er, afdala lélegur og ber einungis vott um viljaleysi og uppgjöf, til þess að breyta því sem þarf hér innanlands til hagsbóta almenningi í landinu"

Halla Rut , 24.3.2008 kl. 00:04

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk, takk , fyrir það Guðmundur og Halla Rut.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.3.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband