Landsbyggðin er í rúst og fólksfjölgunarvandamál á höfuðborgarsvæði sem ekki sér fyrir endann á.
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Þetta eru afleiðingar stefnu stjórnvalda í sjávarútvegi á Íslandi með lögleiðingu " frjáls framsals " aflaheimilda fyrir 15 árum um það bil.
Atvinna fólks á landsbyggðinni var gerð að söluvöru með lagaheimild frá Alþingi, undir formerkjum hagræðingar sem þó enginn gat séð fyrir að birtist í ofþenslu á höfuðborgarsvæðinu og uppsprengdu verði á íbúðarhúsnæði, samgöngum úr skorðum ár hvert sem engan veginn hafðist undan að byggja upp hvað þá hina ýmsu þjónustu við fólkið.
Á sama tíma var álika stefna uppi í landbúnaði, stækka og fækka búum, sem einnig orsakaði sams konar flótta fólks af landsbyggðinni án allrar fyrirhyggju um að byggja þyrfti og kosta þjónustu við fólk í búsetu annars staðar á landinu.
Áratug fyrir þessi 15 ár hafði nefnilega verið mikið lagt i það að byggja upp þjónustu um land allt í formi heilsugæslustöðva og landsfjórðungasjukrahúsa ásamt skólamannvirkjum fyrir skattfé allra landsmanna, sem nú standa sem minnismerki sóunar fjármuna misviturrar ákvarðanatöku undir formerkjum " hagræðingar " auð og tóm.
Tilraunir til þess að spara fjármuni vegna þessa hafa einkum bitnað á þjónustu hins opinbera á sviði velferðar til heilbrigðis og mennta þar sem hver niðurskurður á fætur öðrum hefur átt sér stað.
Allir landsmenn hafa þvi mátt borga fórnarkostnað svokallaðrar hagræðingar í sjávarútvegi sem engu hefur skilað hvað varðar magnkvóta á þorskstofninn því skerða þurfti heimildir til veiða og viti menn kemur þá ekki ríkisstjórn landsins með mótvægisaðgerðir, þannig að enn skulu skattgreiðendur bera brúsann af skipulagi sem var frá upphafi illa ígrundað vægast sagt.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heil og sæl, Guðrún María !
Þú ert; sem jafnan, sami kvenskörungurinn. Þakka þér góða færzlu, sem fyrr.
Því svíður mér, sem allmörgum skaphundum öðrum, að Guðjón Arnar Kristjánsson, ásamt nokkrum þeirra þingmanna FF, hverjir létu tilleiðast, að samþykkja þingskapa laga óskapnað Haarde klíkunnar, undir leiðsögn Sturlu frænda míns; skuli ekki hafa þá lágmarks döngun og þrek, að segja sig opinberlega frá því helvízka plaggi, Guðrún mín.
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 01:45
Takk fyrir það Óskar.
Koma tímar koma ráð.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 28.1.2008 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.