Sjávarútvegsráđherrar Sjálfstćđisflokksins.
Laugardagur, 12. janúar 2008
Ábyrgđ Sjálfstćđisflokksins er all mikil ţegar kemur ađ stefnumótun fiskveiđistjórnunar hér viđ land, en flokkurinn hefur haft stjórnartauma í ráđuneyti sjávarútvegsmála í árarađir. Ţorsteinn Pálsson, Árni Mathiesen, og nú Einar K. Guđfinnsson hafa allir haft sömu áherslur, sem eru ţćr ađ tala fyrir ágćti sömu ađferđafrćđi án endurskođunar árum saman, ţrátt fyrir gífurlega óánćgju ţjóđar međ ţađ hiđ sama skipulag og óviđunandi framgangi markmiđa laga um fiskveiđistjórn í formi uppbyggingar ţorskstofnsins.
Dagurinn sem fyrsti handhafi aflaheimilda seldi sig út úr kerfinu heyrđist hvorki hósti né stuna úr ráđuneyti sjávarútvegsmála.
Á stundum hefur mátt halda ađ peningamagn stórútgerđarinnar ylli ţví ađ stjórnmálamenn vćru hreinlega eins og sprellikarlar ţar sem LÍÚ togađi í spotta, stattu og sittu eins og viđ viljum til verndar hagsmunum okkar fyrirtćkja.
Ţađ atriđi ađ kvótakerfiđ orsakađi eitt og sér flótta úr byggđum landsins, vegna atvinnuleysis, var aldeilis ekki viđurkennt heldur öllu öđru haldiđ fram sem mögulega týna mátti til sem hjúp hinnar meintu hagrćđingar.
Ţvílík og önnur eins ţráhyggja og ţrjóska ţess efnis ađ tala fyrir kerfi sem margsinnis hefur veriđ sýnt fram á ađ sé ekki ađ skila ţjóđinni atvinnu í byggđum landsins, né heldur uppbyggingu verđmesta fiskistofnsins, hvađ ţá ađ vernda atvinnufrelsi manna til ađkomu viđ atvinnugreinina, er ótrúlegt fyrirbćri.
Endurskođun fiskveiđistjórnunar hér viđ land er ţví vonandi loksins í sjónmáli.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.