Þjóðtrú Íslendinga er kristin trú og varðstaða gagnvart kristilegu siðgæði, hvoru teggja sjálfsögð og eðlileg.

Guðni Ágústsson á þakkir skildar fyrir umræðu sína á þingi í dag. Alls konar tilraunir stjórnmálamanna til þess að breyta lögum hér og þar til þjónkunar við minnihlutahópa alls konar er og hefur verið of mikil tíska undanfarin ár , því miður.

Hér er um að ræða ákveðin loddarahátt sem haft hefur margar birtingamyndir í formi laga að ég tel, og ef þeir sem tala fyrir þessum breytingum væru í þeim sporum að þurfa að framfylgja þeim og framkvæma með alls konar breytingum á fjögurra ára fresti hvað varðar stílbreytingar tilgangs og markmiða í formi áherslna milli ára, þá kynni að koma annað hljóð í strokkinn.

Við eigum að þora að standa vörð um okkar trú, trú sem meirihluti Íslendinga viðhefur.

Trú sem inniheldur virðingu og skilning gagnvart öðrum trúarbrögðum sem og trúleysi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðtrú er sama og hjátrú. Þú segir sem sagt að kristni sé hjátrú. Hvað segir biskupinn um það, eða bóksölumaðurinn Guðni.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband