Jólin koma með sinn dásamlega frið.

Við þurfum ekki annað en samveru og kertaljós á aðfangadag, ásamt útvarpi þar sem jólaklukkur klingja inn jólahátíðina, til að finna hinn dásamlega frið sem jólahátiðin færir í sálína.

Ef til vill hafa vinir úr fjölskyldu kvatt jarðlífið og jólahald er í skugga sorgar, en þá upplífun hef ég gengið í gegn um eins og svo margir aðrir. Hef haft það fyrir venju að setja myndir af nánum ástvinum á jólaborðið og kveikja á kertum við myndirnar.

Sonur minn hefur vanist þessari venju minni frá fjögurra ára aldri að mynd af föður hans heitnum sé til staðar við jólaborðið með kerti fyrir framan, ásamt annarri mynd þar sem afar og ömmur fá líka sitt kertaljós um jólin, við jólaborðið.

Þetta er einföld táknmynd virðingar og þess að auðsýna kærleik til handa sínum nánustu án þess að keyra í kirkjugarðinn á aðfangadag þar sem yfirleitt er örtröð.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband