Mikið lifandis skelfingar ósköp mættu íslenskir fjölmiðlar sleppa frásögnum af slíku.

Fyrsta frétt eða aukafrétt, ef einhver forkólfur hryðjuverkaverkasamtaka opnar munninn um eitthvað, hvaða tilgangi skyldi slíkt þjóna ? Þessi frétt Reuters er álíka einhvers konar frásögn af fyrra bragði úr íslenskum fjölmiðlum.

"Gróa á Leiti hefur ákveðið að tala á morgun og sent tilkynningu til fjölmiðla þess efnis."

kv.gmaria.


mbl.is Ný skilaboð frá Osama bin Laden væntanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Gróa viðurkennir í fréttatilkynningu að hún beri ábyrgð á dauða 2,974 manns og hlutabréfatapi nálægt 1.2 trillion dollurum, sem leiddi seinna til innrásar Bandaríkjanna í Afghanistan, þá skil ég fréttnæmi þess að hún ætli að gefa út aðra tilkynningu

Sigurdur Orn (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 04:19

2 identicon

Gróa á Leiti framdi ekki hryðjuverk eða breytti heiminum og hefur sennilega ekki áformað árásir á Evrópuþjóðirnar, eins og Osama kemur hugsanlega til yrða á í ræðu sinni .

Nú er Ísland skráð á vinalista Bandaríkjanna og þar með er Ísland, ein af þeim þjóðum sem að Osama kemur til með að beina orðum sínum að. það væri ekki erfitt að útrýma Íslensku þjóðinni ef að Osama hefði öflugum efnavopnum yfir að ráða. Þar sem að við höfum ekki aðgang að staðbundnum herafla værum við tilvalið skotmark.

Fáfnir Árnason (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 04:28

3 identicon

Fáfnir... já ég er einmitt skíthræddur um að hryðjuverkasauður í hellum Afghanistan sem gefur ennþá út tilkynningar sínar á VHS geti notað efnavopn á Ísland þegar þessir bjánar eru ennþá að berjast með byssum sem þeir stálu af dauðum sovétmönnum á 9. áratugnum.. já ég sé alveg fyrir mér þvílíka hættu sem stafar af þessum mönnum *kaldhæðni*

forgangsraðaðu hættunum í heiminum í dag, það er líklegra að þú drepist á morgun í baðkarinu heima hjá þér en að deyja í hryðjuverkaárás, hvað þá efnavopnaárás frá nautheimskum hellisbúum.

Hannes Valur (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 04:44

4 identicon

Góður Nesi, ég er reyndar í Usa, og ekki langt frá þar sem "flugmennirnir" voru þjálfaðir þ.e. þeir sem flugu á turnanna. Þannig ég tel að það séu meiri líkur á að þeir sem ske kynnu að vera í þjálfun hérna frá "Osama aircrashliner" lendi á húsinu mínu, frekar en að ég deyji í baðkarinu hjá mér.  Eru þeir bara með VHS? Ég hélt að þeir væri hátæknivæddir og komnir með DVD a.m.k.

Fáfnir (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 05:51

5 identicon

Fáfnir segir í athugasemd sinni að þar sem við ráðum ekki yfir herafla værum við tilvalið skotmark! Ég mundi fara varlega í svona yfirlýsingar því ég man ekki betur en Ástþór Magnússon hafi verið dreginn fyrir rétt fyrir svipaðar yfirlýsingar um íslenskar flugvélar sem skotmörk.

Og Hannes Valur talar um efnavopnaárás frá nautheimskum hellisbúum. Var ekki ungur Íslendingur dæmdur fyrir að tala um halanegra með prik í hendi?

Á Íslandi ríkir nefnilega málfrelsi í orði en ekki á borði og ofsóknarofstæki yfirvalda hér er ekkert betra en annars staðar í heiminum.

Frikki (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 10:15

6 identicon

Sæll Frikki, þetta er ekki yfirlýsing, heldur umhugsunarefni sem að ég nefndi í athugasemd minni hér að ofan

Varðandi Ástþór:  í þessu máli sem að ég geri ráð fyrri að þú sért að tala um, þá  var hann sýknaður af ákærum Ríkissins, sem að greiddi honum bætur, þrátt fyrir að hafa sent í kringum 1.200 einstaklingum, bréf þess efnis að hann hefði rökstuddan grun, um að yfirvofandi hryðjuverkaárás myndi eiga sér stað.

Ákærurnar byggðust broti á 120. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa dreift fyrrgreindri orðsendingu með „tilhæfulausri viðvörun um sprengjutilræði gegn íslenskri flugvél, sem var til þess fallin að vekja ótta um líf, heilbrigði og velferð manna“.

Eins og þú sérð Frikki þá er þetta langt frá því að vera sami hluturinn. 

Fáfnir (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 11:02

7 identicon

Fáfnir, já þú mátt halda það sem þú vilt, en það er ekkert sem bendir til að fólk sé í hættu vegna hryðjuverka, engin gögn sýna það, þessi hryðjuverkaógn er blásin upp í Bandaríkjunum með hræðsluáróðri til að réttlæta heimskupör ríkisstjórnar þar í landi, og já, það er staðreynd að það er líklegra að þú drepist í baðkarinu heima hjðá þér eða deyrð af völdum býflugna en í hryðjuverkaárás :) hryðjuverk komast ekki einu sinni á top 10 lista yfir hluti sem þú ættir að vera hræddur við félagi.

Frikki - ég veit ekki með þennan strák sem var dæmdur fyrir þetta en hann hafði þetta amk rangt, þeir eru kallaðir sandnegrar en ekki halanegrar :) 

Hannes Valur (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 14:37

8 identicon

Ég er sammála þér Guðrún. Það er bara tímaeyðsla að vera að birta svona hér.

Ef Ósama er það sem fólk hefur áhyggjur af ætti fólk að snúa sér að öðru og þarfara að hafa áhyggjur af. Svona eins og hlutum hér heima sem mætti bæta.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 23:19

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er gaman að vita að þú Gissur ert mér sammála í þessu efni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.11.2007 kl. 01:53

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eru fjölmiðlar ekki að viðhalda því að hryðjuverkamenn fái athygli, með svona fréttaflutningi og þá um leið að stuðla að hryðjuverkum?

Jóhann Elíasson, 28.11.2007 kl. 12:45

11 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þetta er meiri frétt með merkilegum staðreyndum þó að þetta einkennilega samband fari ekki hátt þessi árin af undarlegum ástæðum...ansi oft er ekki allt sem sýnist.

Georg P Sveinbjörnsson, 29.11.2007 kl. 00:31

12 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sælir.

Jóhann vald fjölmiðla er mikið og stundum finnst manni að þeir hinir sömu geri sér ef til vill ekki alveg grein fyrir því.

Já Georg það er margt að skoða og án efa víða maðkur í mysunni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.11.2007 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband