Kýr háðar mjaltaróbotum og landsmenn farsímum.

Í hve miklar ógöngur ætlum við að láta tæknivæðingu leiða okkur ? Las ágæta grein í 24 stundum í dag um það atriði að íslenskar kýr eru nær hættar að fara út fyrir fjóssins dyr og kunna að enda eins og kjúklingar ef fram heldur sem horfir. Sem sagt hinn nýji kúasmali verður sá sem reka þarf kýr út úr fjósum í stað þess að reka þær inn.

Svo er það við mannfólkið sem erum afar upptekin vægast sagt að sinna farsímum okkar og ef að líkum lætur kunnum að verða enn uppteknari eftir jól þegar þriðja kynslóð farsíma kemur hugsanlega upp úr jólapakkanum. Hreyfimynd af viðmælandanum gerir það að verkum að þú verður að gjöra svo vel að stoppa og horfa á milli þess sem þú talar, eða hvað ? Verður umferðaröngþveiti ef til vill ? Hef oft velt því fyrir mér hvor stjórni manninum síminn eða hann sjálfur.

Það er ekki öll " vitleysan eins heldur aðeins mismunandi ".

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband