Að standa vörð um lífskjör fólksins í landinu er verkefni kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á þingi.

Íslendingar kjósa sér fulltrúa til þings á fjögurra ára fresti til þess að ganga erinda hagsmuna sinna sem hluta af þjóðarheildinni þar sem ólík sjónarmið vegast á millum flokka á ákveðnum áhersluatriðum. Sem aldrei fyrr þarfnast kjörnir fulltrúar fólksins í landinu víðsýni og kjarks til þess að standa vörð um lifskjör þegna landsins, í heimi alþjóðahyggju þar sem landamæri hafa fallið niður meira og minna í ferðalögum fólks milli landa um heiminn þveran og endilangan.

Hið sama gildir varðandi einstaklingana sjálfa og samfélagið Ísland, varðandi það atriðið að standa vörð um eigin lífsgæði sem uppbyggð hafa verið af metnaði og þekkingu, dugi og þor gegnum aldir, til handa einni þjóð á norðurhjara veraldar.

Tungumálið, þjóðareinkenni og sagan ásamt þekkingu, er okkar menning fyrr og síðar og áhersla á það atriði að halda þeim gildum sem við teljum mannréttindi hér á landi til handa íbúum og nýbúum skal og skyldi vera helsta verkefni við að fást umfram önnur.

Það dugar engin loddaraháttur og línudans varðandi það atriði að standa fast á því atriði að hvers konar stjórnvaldsaðgerðir geri það ekki að verkum að auka misskiptingu meðal þegna landsins.

Það eru mannréttindi að geta lifað af launum sínum fyrir fulla vinnu á vinnumarkaði og þau mannréttindi skyldu virt í voru landi, af þeim er stýra skattkerfi landsins fyrr og nú.

Hver og einn einasti landsmaður á einnig að eiga þess kost að njóta grunnheilbrigðisþjónustu án þess að kostnaður hamli, sem og grunnmenntunar með sömu formerkjum.

Börn og aldraðir skyldu ALDREI afgangsstærði í einu þjóðfélagi það er skömm og hneisa einu þjóðfélagi sem kýs 63 þingmenn fjórða hvert ár á þing.

Kjörnir fulltrúar þjóðar þurfa að vanda sig og ganga erinda fólksins í landinu hvað lífskjör þess varðar í ákvarðanatöku allri.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband