Ófremdarástand sem hefur verið viðvarandi allt of lengi einkum á fjölmennustu svæðum.

Álag á starfsfólk innan skóla er ofur álag og gildir þar einu hvaða starfsstétt á í hlut. Þótt Reykjavíkurborg vilji nú gera átak og verja fjármunum í verkefnið nú um stundir sem er ágætt í sjálfu sér þá leysir það ekki vandann til framtíðar né heldur er um að ræða samræmi millum sveitarfélaga sem er mjög slæmt og mismunar. Ég hef rætt það aftur og aftur að skilgreina þurfi þjónustustig sveitarfélaga, þar sem til dæmis grunnþjónusta við menntun er þar innifalin og sé svo komið að sveitarfélög nái ekki að sinna fyrirframskilgreindum grunnþjónustuþörfum, þarf að taka skipulagið upp og endurskoða í ljósi heildarfjárveitinga á landsvísu en ekki með patentlausnapoka þetta árið en ekki hitt.

kv.gmaria.


mbl.is Skólastjórar segja ekki lengur hægt að halda úti lögboðinni kennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband