Það þarf að hækka skattleysismörkin og slík aðgerð yrði innlegg í kjarasamninga á vinnumarkaði framundan.

Það er langt í frá nokkur heil brú í því að hið opinbera sé að innheimta staðgreiðsluskatta af launaupphæðum sem fólk lifir ekki af fyrir fulla vinnu á vinnumarkaði sem nemur þeirri prósentu sem enn er í kortum valdhafa. Gjörsamlega út í hött. Lækkun matarskatta hefur étið sig sjálfa upp eins og mönnum var margsinnis bent á varðandi þá hina sömu aðgerð á sínum tíma. Þessar afar óskilvirku skammtíma handapataaðgerðir í skattkerfinu hafa illa eða ekki þjónað tilgangi sínum hér á landi. Ég held að stjórnmálamenn við stjórnvölinn þyrftu allsherjar fræðslu um nýtingu skattkerfisins sem stjórntækis í þágu hagsmuna heildarinnar þar sem raunhæfar aðgerðir er skila almenningi ágóða væru hugsanlega í kortunum. 

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband