Hin samfélagslega ábyrgð okkar.

Við berum öll ábyrgð á voru samfélagi sem einstaklingar að því marki sem við látum okkur varða okkar nánasta umhverfi sem og samfélag það og umgjörð þá sem við lifum í. Það stoðar lítt að koma eftir dúk og disk og kvarta og kveina ef við tökum ekki þátt í að  reyna að móta það samfélag sem við viljum sjá til framtíðar, hvers eðlis sem er og hafa okkar áhrif til þess að móta það að okkar hugmyndum um framtíðina og lifið í landinu hér á norðurhjara veraldar. Við höfum umfram marga aðra íbúa veraldar þau hlunnindi að geta ung lært að lesa og skrifa og það tvennt veitir tjáningarfrelsinu brautargengi svo fremi við viljum það viðhafa.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband